Deilurnar Um Vísur Vatnsenda-Rósu

Deilurnar Um Vísur Vatnsenda-Rósu

Deilurnar um Vísur Vatnsenda-Rósu Höfundarréttur, þjóðlög og eignarhald á menningu Egill Viðarsson Lokaverkefni til MA–gráðu í þjóðfræði Félagsvísindasvið Deilurnar um Vísur Vatnsenda-Rósu Höfundarréttur, þjóðlög og eignarhald á menningu Egill Viðarsson Lokaverkefni til MA–gráðu í þjóðfræði Leiðbeinandi: Valdimar Tr. Hafstein dósent Félags- og mannvísindadeild Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Október 2011 Ritgerð þessi er lokaverkefni til MA–gráðu í þjóðfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa. © Egill Viðarsson 2011 Reykjavík, Ísland 2011 Útdráttur Þessi ritgerð fjallar um deilur sem spunnust í kring um lagið Vísur Vatnsenda-Rósu við lok síðustu aldar og upphaf þessarar. Málið hófst þannig að Jón Ásgeirsson tónskáld tók þjóðlagið Enginn lái öðrum frekt, sem finna má í þjóðlagasafni séra Bjarna Þorsteinssonar, og vann úr því stærra verk, lagið sem Íslendingar þekkja sem Vísur Vatnsenda-Rósu. Lagið var gefið út í ýmsum útgáfum, en árið 1995 gerði Jón athugasemd við notkun lagsins í myndinni Tár úr steini þar sem hann taldi að brotið hefði verið á höfundarrétti sínum. Það olli deilum sem enduðu með því að STEF lét sérfróða menn á sínum snærum vinna mat á eignaraðild Jóns að laginu. Niðurstaðan varð sú að hann ætti 10/12 hluta í þess, og því mætti kalla það tónverk eftir Jón Ásgeirsson. Þetta mat varð mjög umdeilt og fleiri deilur spruttu í kjölfarið, m.a. við Björk Guðmundsdóttur og Stefán S. Stefánsson. Í ritgerðinni eru þessar deilur raktar og vandamálin sem þær velta upp skoðuð með hliðsjón af öðrum rannsóknum á þessu sviði. Frumheimildir rannsóknarinnar eru tvennskonar. Annars vegar skrifleg gögn í tengslum við málið – bréf, greinargerðir og blaðaúrklippur – og hins vegar eigindleg viðtöl sem ég tók við þá sem áttu hlut að máli. Ritgerðin skiptist í átta kafla. Í inngangskaflanum greini ég frá viðmælendum mínum, heimildum og aðferðum sem ég notaði. Í öðrum kafla fjalla ég um sögu höfundarréttar og í þriðja kafla um vandamál sem bundin eru við hann. Í fjórða kafla fjalla ég um lagið sjálft, uppruna þess og útbreiðslu, í 5.-8. kafla fjalla ég um sjálfar deilurnar, rek þær frá upphafi til enda út frá þeim gögnum og viðtölum sem ég hef undir höndum og í níunda kafla tek ég svo fyrir og reyni að svara helstu spurningum sem deilan snertir á, dreg ályktanir og velti fyrir mér hvaða lærdóm megi draga af málinu. 3 4 Efnisyfirlit 1. Inngangur ................................................................................................................. 7 Rannsóknin ............................................................................................................. 9 Aðferð ................................................................................................................... 12 Viðmælendur ........................................................................................................ 13 Vandkvæði ............................................................................................................ 17 Samræða ............................................................................................................... 18 2. Höfundarréttur - Stutt sögulegt ágrip.................................................................. 21 3. Vandamál ................................................................................................................ 36 4. Vísur Vatnsenda-Rósu ........................................................................................... 52 Bakgrunnur ........................................................................................................... 52 Lagið ..................................................................................................................... 56 Útbreiðsla ............................................................................................................. 60 5. Hjálmar H. Ragnarsson og Tár úr steini .............................................................. 70 Útgáfa Társ úr steini ............................................................................................ 70 Aðkoma STEFs að málinu .................................................................................... 75 6. Jón eignast lagið ..................................................................................................... 79 Mat STEFs ............................................................................................................ 79 Athugasemdir Hjálmars ....................................................................................... 82 Arfleifð Jóns Leifs ................................................................................................. 90 Framhaldið og viðbrögð STEFs ........................................................................... 94 7. Stefán S. Stefánsson og Vikivaki ........................................................................... 99 Framvindan .......................................................................................................... 99 Aðkoma NCB ...................................................................................................... 104 8. Hector Zazou, Björk Guðmundsdóttir og lok málsins ..................................... 108 Björk og Zazou ................................................................................................... 108 Úrsögn Jóns úr STEFi ........................................................................................ 111 Greinargerð Árna Heimis Ingólfssonar ............................................................. 115 9. Niðurstöður ........................................................................................................... 123 Hugverkaorðræðan: Höfundur, sæmd, þjófnaður, frumleiki ............................. 123 Höfundarréttur og þjóðlög ................................................................................. 131 Heimildir ................................................................................................................... 136 Þakkir ........................................................................................................................ 148 5 Myndaskrá Mynd 1. Enginn lái öðrum frekt skrifað upp í handritum séra Bjarna. Myndheimild: Fengið úr handritum séra Bjarna Þorsteinssonar sem eru í vörslu Stofnunar Árna Magnússonar ................................................................................................................ 54 Mynd 2. Enginn lái öðrum frekt eins og það birtist á bls. 831 í þjóðlagasafni séra Bjarna Þorsteinssonar. Myndheimild: Séra Bjarni Þorsteinsson, Íslenzk þjóðlög, bls. 831................................................................................................................................ 57 Mynd 3. Nótur að Vísum Vatnsenda Rósu. Myndheimild: Fengið hjá Íslenskri tónverkamiðstöð ........................................................................................................... 58 Mynd 4. Yfirskriftin á upphaflegu handriti Jóns Ásgeirssonar. Myndheimild: Morgunblaðið, 19. september 1995, „Rétt er rétt – málsvörn― bls. 25 ........................ 59 Mynd 5. Misjöfn lýða mjög er tíð. Myndheimild: Séra Bjarni Þorsteinsson, Íslenzk þjóðlög, bls. 907 ........................................................................................................... 85 Mynd 6. Ríður senn í rjettirnar. Myndheimild: Séra Bjarni Þorsteinsson, Íslenzk þjóðlög, bls. 908 ........................................................................................................... 85 Töfluskrá Tafla 1 Útbreiðslusaga Vísna Vatnsenda-Rósu 1976 -2010 ........................................ 61 6 1. Inngangur Einhvern tímann á haustmánuðum ársins 2010 þegar ég var að hefja vinnu við rannsóknina sem hér er til umfjöllunar, hringdi ég í Jón Ásgeirsson tónskáld, og spurði hvort hann vildi veita mér viðtal vegna meistararitgerðar sem ég væri að vinna um deilurnar í kring um þjóðlagið Vísur Vatnsenda-Rósu. „Ja, Vísur Vatnsenda-Rósu er nú ekki þjóðlag―, tjáði hann mér. Lagið væri hans smíð, en ef ég vildi finna þjóðlagið sem lagið væri byggt á þyrfti ég að fara í þjóðlagasafn séra Bjarna Þorsteinssonar. Þessi misskilningur minn og leiðrétting Jóns á honum lýsir í hnotskurn málinu sem hér er til umfjöllunar: Baráttu Jóns fyrir að fá Vísur Vatnsenda-Rósu viðurkenndar sem sitt höfundarverk og deilunum sem spruttu þar af. Einhvern tímann á 7. áratugnum tók Jón þjóðlagið Enginn lái öðrum frekt úr þjóðlagasafni séra Bjarna, raddsetti það og skeytti við það millikafla, þannig að úr varð lag í ABA formi. Handritinu skilaði hann til Íslenskrar tónverkamiðstöðvar og merkti lagið sem íslenskt þjóðlag í sinni raddsetningu. Hátt í þremur áratugum seinna, árið 1995, spruttu upp höfundarréttardeilur milli hans og Hjálmars H. Ragnarssonar tónskálds og tónlistarstjóra kvikmyndarinnar Tár úr steini en Jón taldi að Hjálmar hefði notað lagið í myndinni í leyfisleysi og hefði þar að auki eignað sér allt verkið. STEF (Samtök tónskálda og eigenda flutningsréttar) blönduðust inn í málið og fleiri deilur urðu í kjölfarið vegna óheimilar notkunar á laginu sem endaði með því að STEF lét sérfræðinga vinna mat á eignaraðild Jóns að laginu, þar sem úrskurðað var að líta bæri á lagið sem sjálfstætt tónverk Jóns Ásgeirssonar sem þó væri byggt á þjóðlagi. Með öðrum orðum var lag sem fólk hafði fram að því talið að væri þjóðlag endurskráð sem frumsmíð. Jón hélt baráttunni gegn óheimilli notkun á laginu áfram eftir það en var afar ósáttur með þann stuðning sem hann fékk, sem svo endaði með því að hann sendi bréf þar

View Full Text

Details

  • File Type
    pdf
  • Upload Time
    -
  • Content Languages
    English
  • Upload User
    Anonymous/Not logged-in
  • File Pages
    150 Page
  • File Size
    -

Download

Channel Download Status
Express Download Enable

Copyright

We respect the copyrights and intellectual property rights of all users. All uploaded documents are either original works of the uploader or authorized works of the rightful owners.

  • Not to be reproduced or distributed without explicit permission.
  • Not used for commercial purposes outside of approved use cases.
  • Not used to infringe on the rights of the original creators.
  • If you believe any content infringes your copyright, please contact us immediately.

Support

For help with questions, suggestions, or problems, please contact us