Bandalag íslenskra skáta Ársskýrsla 2018 – Drög

Kveðja frá skátahöfðingja ...... 3 1 STJÓRN OG STARFSFÓLK BÍS ...... 4 1.1 Stjórn ...... 4 1.2 Fastaráð BÍS ...... 4 1.3 Skátamiðstöðin ...... 5 1.4 Skátabúðin ehf ...... 6 1.5 Skátamót ehf ...... 6 1.6 Grænir skátar ehf ...... 6 2 STARFSEMI BANDALAGS ÍSLENSKRA SKÁTA ...... 7 2.1 Stefnumótun BÍS ...... 7 2.2 GSAT Alþjóðleg gæðaúttekt skátahreyfingarinnar ...... 7 2.3 Samskipti við skátafélögin ...... 8 2.4 Fundir ...... 8 2.5 Afreks- og heiðursmerki ...... 8 2.6 Helstu viðburðir sem BÍS kom að árið 2018 ...... 9 3 KJARNASTARFSEMI BÍS ...... 11 3.1 Erindrekar BÍS ...... 11 3.2 Félagaþrennan ...... 11 3.3 Alþjóðamál ...... 13 3.4 Dagskrármál ...... 16 3.5 Félagsmál ...... 17 3.6 Fjármál ...... 17 3.7 Fræðslumál ...... 18 3.8 Ungmennamál ...... 20 3.9 Upplýsinga-, kynningar- og útgáfumál ...... 21 3.10 Ýmis önnur verkefni ...... 24 4 NEFNDIR, STJÓRNIR OG VINNUHÓPAR Á VEGUM BÍS ...... 25 4.1 Starfandi nefndir, stjórnir og vinnuhópar á vegum BÍS ...... 25 4.2 Nefndir, stjórnir og vinnuhópar sem eru ekki starfandi/hafa lokið störfum ...... 26 5 ÚTILÍFSMIÐSTÖÐVAR SKÁTA ...... 28 5.1 Úlfljótsvatn ...... 28 5.2 Hamrar ...... 28 6 SKÁTAMIÐSTÖÐIN HRAUNBÆ 123 ...... 28

1 Drög 21.3.2019 7 SKÁTASAMBÖND ...... 29 8 AÐILD AÐ BÍS ...... 29 8.1 Eftirtalin skátafélög eru með aðild A að BÍS ...... 29 8.2 Eftirtalin skátafélög eru með aðild B að BÍS ...... 30 8.3 Eftirtalin félög eru með aðild C að BÍS ...... 30 8.4 Eftirtalin félög eru með óvirka aðild A að BÍS ...... 30 9 NEFNDIR OG SAMTÖK SEM BÍS TENGIST ...... 30 9.1 Æskulýðsvettvangurinn ...... 30 9.2 Aðrar nefndir og samtök:...... 31

2 Drög 21.3.2019

Kveðja frá skátahöfðingja

Ágætu skátar, Á næsta ári ætlum við að vera búin að gera framtíðarsýn okkar að veruleika:

„Árið 2020 verður skátahreyfingin orðin þekkt af stjórnvöldum og almenningi í landinu sem ein fremsta uppeldishreyfing á Íslandi með yfir 5000 starfandi skátum í öllum helstu þéttbýliskjörnum landsins, sem deila sameiginlegum gildum og hafa áhrif til góðs í samfélagi sínu og í heiminum öllum.“

Þetta er ekki lengur fjarlæg framtíðarsýn heldur framtíðarsýn sem skátar settu sér fyrir fjórum árum og við viljum sjá verða að veruleika á næsta ári. Markmið þurfa ekki alltaf að vera raunsæ, það er hollt að dreyma stórt þar sem það verður oft til þess að verkin eru framkvæmd með nýjum leiðum. Starfandi skátar eru ef til vill ekki jafn margir og vonast var til, en þeim fer fjölgandi og það er aðalatriðið. Hafin er vinna að því að hefja skátastarf víðar á landsbyggðinni og núverandi skátafélög standa sig mörg hver gríðarvel við að fjölga meðlimum - fjölgun sem byggir á traustum grunni og aðlaðandi starfi.

Stoðirnar eru að styrkjast, dagskránni hefur, eftir áratug af óhóflegri fjölbreytni, verið gefin skýr rammi í langþráðum færnimerkjum. Foringjaspjall sveitarforingja sýndi svo ekki varð um villst að þeir vildu notast við færnimerki í skátastarfinu. Nú þegar færnimerkin eru komin í notkun er næsta skref að endurreisa flokkakerfið. Samkvæmt breskri rannsókn getur þátttaka í skátastarfi haft jákvæð áhrif á hamingju fólks síðar á lífsleiðinni vegna þess að í góðu skátastarfi er, ólíkt mörgu öðru, verið að æfa þrautseigju. Flokkastarf er einstök leið til að veita börnum og ungmennum tækifæri til að læra með því að gera, læra að treysta á sig og félaga sína - og efla þrautseigju.

Það er sterk hreyfing sem veit fyrir hvað hún stendur. Hreyfing, sem þekkir sín grunngildi, veit hvað skiptir máli. Fyrir hvað stöndum við sem hreyfing? - er spurning sem við ættum að velta fyrir okkur og leita leiða til að endurspegla svarið í öllu skátastarfi. Áfram gott skátastarf!

Marta Magnúsdóttir

(sign)

3 Drög 21.3.2019 1 STJÓRN OG STARFSFÓLK BÍS

1.1 Stjórn

Eftirtaldir skátar skipuðu stjórn BÍS frá Skátaþingi 2018: Skátahöfðingi: Marta Magnúsdóttir, B.A. í uppeldis- og menntunarfræði, fyrst kjörin 2017 Aðstoðarskátahöfðingi og formaður félagaráðs: Dagmar Ýr Ólafsdóttir, dýralæknir, fyrst kjörin 2017 Gjaldkeri og formaður fjármálaráðs: Anna Gunnhildur Sverrisdóttir, viðskiptafræðingur, fyrst kjörin 2017 Formaður alþjóðaráðs: Liljar Már Þorbjörnsson, tölvunarfræðingur og húsasmiður, fyrst kjörinn 2018 Formaður dagskrárráðs: Harpa Ósk Valgeirsdóttir, hjúkrunarfr. og ljósmóðir, fyrst kjörin 2017 Formaður fræðsluráðs: Björk Norðdahl, tölvunarfræðingur, fyrst kjörin 2017 Formaður ungmennaráðs: Berglind Lilja Björnsdóttir, B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði, fyrst kjörin 2016 Formaður upplýsingaráðs: Jón Egill Hafsteinsson, nemi, fyrst kjörinn 2018

Á Skátaþingi í apríl 2018 var Liljar Már Þorbjörnsson kjörinn formaður alþjóðaráðs til þriggja ára, Harpa Ósk Valgeirsdóttir kjörinn formaður dagskrárráðs til þriggja ára, Björk Norðdahl kjörinn formaður fræðsluráðs til þriggja ára og Jón Egill Hafsteinsson kjörinn formaður upplýsingaráðs til tveggja ára.

1.2 Fastaráð BÍS

Eftirtaldir skipuðu fastaráð BÍS frá Skátaþingi 2018

Alþjóðaráð Liljar Már Þorbjörnsson tölvunarfræðingur og húsasmiður, formaður Andrés Þór Róbertsson, bílstjóri hjá ferðaþjónustu fatlaðra Ágerður Magnúsdóttir, menntaskólanemi Hulda María Valgeirsdóttir, sjálfboðaliði í Kandersteg, Sviss Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir, bakari

Dagskrárráð Harpa Ósk Valgeirsdóttir, hjúkrunarfr. og ljósmóðir, formaður Aníta Rut Gunnarsdóttir, sálfræðinemi við HÍ Arnór Bjarki Svarfdal, kennari Þórhallur Helgason, forritari Tryggvi Bragason, tölvunarfræðingur

Félagaráð Dagmar Ýr Ólafsdóttir, dýralæknir, formaður Eva Björk Valdimarsdóttir Eva María Sigurbjörnsdóttir, framleiðslustjóri Hrafnkell Úlfur Ragnarsson, heimspekinemi við HÍ Sveinn Þórhallsson, tölvunarfræðingur

4 Drög 21.3.2019 Fjármálaráð Anna Gunnhildur Sverrisdóttir, viðskiptafræðingur, formaður Ásgeir Björnsson, tölvunarfræðingur Ásta Ágústsdóttir, djákni Óttarr Guðlaugsson, sérfræðingur Sigurgeir B. Þórisson, erindreki Sigurgeir sagði sig úr fjármálaráði vegna mögulegra hagsmunaárekstra er hann tók við starfi erindreka BÍS í september 2018.

Fræðsluráð Björk Norðdahl, tölvunarfræðingur, formaður Birna Ösp Traustadóttir, nemi Eiríkur Pétur Eiríksson Hjartar, vélvirkjameistari Heiða Hrönn Másdóttir, leikskólakennaranemi Sædís Ósk Helgadóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur Birna Ösp sagði sig úr fræðsluráði í október 2018

Ungmennaráð Berglind Lilja Björnsdóttir, B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði, formaður Anna Kristjana Helgadóttir Daði Björnsson, nemi Erla Sóley Skúladóttir, nemi Huldar Hlynsson, nemi í vélaverkfræði við HÍ

Upplýsingaráð Jón Egill Hafsteinsson, nemi, formaður Egle Sipaviciute, nemi Ólafur Patrick Ólafsson Óskar Eiríksson, verkfræðingur Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, félagsfræðingur

1.3 Skátamiðstöðin

Starfsfólk

Kristinn Ólafsson er framkvæmdastjóri BÍS og dótturfélaga þess. Hann ber ábyrgð á rekstri Skátamiðstöðvarinnar og öðrum rekstri BÍS gagnvart stjórn þess. Hann undirbýr stjórnarfundi BÍS og fylgir eftir samþykktum þeirra. Kristinn situr jafnframt í stjórnum dótturfélaga og Æskulýðsvettvangsins.

Dagbjört Brynjarsdóttir var verkefnastjóri dagskrár- og fræðslumála. Dagbjört lét af störfum á vormánuðum 2018.

Jón Ingvar Bragason var framkvæmdastjóri Skátamóta ehf. og 2017. Jón Ingvar lét af störfum á vormánuðum 2018 þegar starfi við WSM17 lauk.

Margrethe Grønvold Friis og Sigurgeir Bjartur Þórisson eru erindrekar BÍS. Þau sjá um stuðning við að þróa og efla innra starf skátafélaga í landinu og vinna að því að fjölga skátum í starfi með því að vinna að þróun dagskrár í skátastarfi og efla gæði skátastarfs. Þau vinna með öðrum að því að styðja við og efla þekkingu skátafélaga í rekstri og fjármálum

5 Drög 21.3.2019 skátafélaga og samningagerð við sveitarfélög, starfsáætlanagerð og uppbyggingu á innra starfi skátafélaga. Þau aðstoða einnig við fræðslumál og námskeiðahald í skátastarfi.

Margrét Sigríður Halldórsdóttir sér um þrif í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123.

Páll Árnason er fjármálastjóri BÍS í hlutastarfi. Hann ber ábyrgð á fjármálum BÍS og dótturfélaga þess ásamt því að annast greiðslu reikninga. Páll sér um fjárhagsáætlanagerð og eftirfylgni verkefna á því sviði hjá BÍS og dótturfyrirtækja ásamt styrkumsóknagerð.

Rakel Ýr Sigurðardóttir er viðburðastjóri BÍS. Hún sér um og ber ábyrgð á undirbúningi, áætlanagerð, kynningu og framkvæmd stærri og minni viðburða á vegum Bandalags íslenskra skáta s.s. landsmótum, dagsviðburðum o.þ.h. Rakel Ýr er tengiliður við starfsemi Úlfljótsvatns og fulltrúi alþjóðamála. Hún ber jafnframt ábyrgð á markaðsmálum BÍS.

Salka Guðmundsdóttir var þjónustufulltrúi BÍS. Salka lét af störfum í febrúar 2018.

Sigríður Ágústsdóttir er skrifstofustjóri BÍS og ber ábyrgð á almennum rekstri Skátamiðstöðvarinnar, þar á meðal þjónustu við skátafélögin, GSAT gæðamálum og að fylgja eftir stefnumótunarvinnu og þeim verkefnum sem stjórn BÍS ákveður að hrinda í framkvæmd. Hún er jafnframt tengiliður félagaráðs og fræðsluráðs. Sigríður er staðgengill framkvæmdastjóra.

Sigurgeir Bjartur Þórisson er annar erindreka BÍS, sjá starfslýsingu hér ofar við nafn Margrethe.

Unnur Líf Kvaran er upplýsingafulltrúi Skátamiðstöðvarinnar. Helstu verkefni hennar eru þjónusta í móttöku, verslunarstjóri Skátabúðarinnar, húsvarsla, umsjón með félagatali og vefsíðum BÍS, endurfundir skáta og annað sem tilheyrir móttöku Skátamiðstöðvarinnar. Hún er jafnframt tengiliður ungmennaráðs og upplýsingaráðs.

1.4 Skátabúðin ehf

Dótturfyrirtæki BÍS sem sér um verslunarrekstur Skátabúðarinnar, Tjaldaleigu skáta og sölu á Sígrænum jólatrjám.

1.5 Skátamót ehf

Dótturfyrirtæki BÍS sem heldur utan um undirbúning og framkvæmd stærri viðburða á vegum BÍS s.s. Landsmótum skáta og öðrum mótum.

1.6 Grænir skátar ehf

Hjá Grænum skátum ehf störfuðu að jafnaði 17 starfsmenn í um 9,5 stöðugildum á árinu. Flestir starfsmenn Grænna skáta búa við skerta starfsgetu og veitir þessi starfsemi þeim kærkomið tækifæri til þess að sinna launaðri vinnu. Júlíus Aðalsteinsson er rekstrarstóri Grænna skáta.

6 Drög 21.3.2019 2 STARFSEMI BANDALAGS ÍSLENSKRA SKÁTA

Helsta nýjung síðastliðið ár var að haldin voru aldursbilamót þar sem hvert aldursbil hélt sitt skátamót þar sem þema og framkvæmd var miðuð við getu og verkefni í dagskrá hvers aldursbils. Þessi mót tókust mjög vel og virðist sameiginlegt með öllum sem að mótunum komu og þátttakendum að það sé æskilegt að halda þessu áfram. Skátahreyfingin er rík af fólki sem er tilbúið að miðla og leiða, og munu bjóðast fleiri tækifæri á næstunni fyrir áhugasama sjálfboðaliða að taka að sér minni og stærri verkefni til að styðja við skátastarf barna og ungmenna.

2.1 Stefnumótun BÍS

Á Skátaþingi 2015 var samþykkt tillaga að Stefnumótun skátastarfs á Íslandi til 2020 sem unnin var undir forystu stjórnar BÍS og byggir á samþykktum heimsþinga WAGGGS og WOSM sumarið 2014.

Meginmarkmið

Meginmarkmið skátahreyfingarinnar er að veita ungu fólki tækifæri til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu með því að stuðla að uppeldi og menntun með lífsgildum sem byggja á skátaheitinu og skátalögunum. Leitast er við að skapa betri heim þar sem hver einstaklingur hefur tilgang og gegnir mikilvægu hlutverki til uppbyggingar samfélagsins.

Framtíðarsýn BÍS

Árið 2020 verði skátahreyfingin á Íslandi orðin þekkt af stjórnvöldum og almenningi í landinu sem ein fremsta uppeldishreyfing á Íslandi með yfir 5000 starfandi skátum í öllum helstu þéttbýliskjörnum landsins, sem deila sameiginlegum gildum og hafa áhrif til góðs í samfélagi sínu og í heiminum öllum.

Stjórn leggur áherslu á að styrkja sveitarforingjana í sínu starfi. Stefnt er að því að stórauka framboð á fræðsluefni og námskeiðum ásamt almennum stuðningi við sveitarforingjana.

Einnig hafa verið kynntar nýjungar í stjórnum skátafélaga sem stjórn BÍS hefur kallað Félagaþrennuna þar sem þrír aðilar í stjórn deila ábyrgð á starfi skátafélagsins, en þeir eru félagsforingi, dagskrárforingi og mannauðsforingi. Fimm skátafélög riðu á vaðið og hófu störf samkvæmt þessu módeli á haustdögum 2018.

2.2 GSAT Alþjóðleg gæðaúttekt skátahreyfingarinnar

Gerð var alþjóðleg gæðaúttekt á starfi Bandalags íslenskra skáta (BÍS) í nóvember 2015. GSAT (Global Support Assessment Tool) gæðaúttektinni er ætlað að sýna hversu vel starfsemi BÍS samræmist alþjóðlegu skátastarfi WOSM (World Organisation of the Scout Movement). Stöðugt er unnið að úrbótum skv. niðurstöðum gæðavottunarinnar og endurnýjun gæðavottunar er á dagskrá 2019.

7 Drög 21.3.2019 2.3 Samskipti við skátafélögin

Áfram var unnið í samræmi við stefnumörkun BÍS að því að styðja við starf skátafélaganna. Á haustdögum voru tveir erindrekar ráðnir til starfa í átaksverkefni við að styrkja innra starf skátafélaganna, sjá kafla 3.1.

2.4 Fundir

2.4.1 Stjórnarfundir Stjórn Bandalags íslenskra skáta hélt 22 bókaða fundi á árinu 2018 og auk þess vinnufundi með ráðum og nefndum og óformlega fundi. Reglulegir stjórnarfundir voru haldnir í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123.

2.4.2 Skátaþing 2018 Skátaþing 2018 var haldið í Menntaskólanum við Hamrahlíð 6.-7. apríl 2018 og var þema þingsins: „Sveitarforinginn í brennidepli“. Í lögum BÍS segir: „Skátaþing fer með æðstu stjórn í málefnum Bandalags íslenskra skáta. Þingið skal halda ár hvert í mars- eða aprílmánuði, eftir ákvörðun stjórnar BÍS”.

Helstu mál á dagskrá Skátaþings 2018 voru: • Skýrsla stjórnar BÍS fyrir árið 2017 var rædd • Reikningar BÍS fyrir árið 2017 voru ræddir og samþykktir • Árgjald fyrir 2018-2019 var samþykkt • Fjárhagsáætlun BÍS fyrir árið 2018-2019 var rædd og samþykkt • Starfsáætlun BÍS 2018-2022 var rædd og samþykkt • Lagabreytingar um 9., 10., 19. 20., 22. og 28. grein • Breytingar á Grunngildum BÍS um skátaaðferðina • Breytingar á reglugerð um styrktarsjóð skáta • Fræðsluinnlegg frá Finnlandi um líkan að uppbyggingu starfs leiðtoga • Umræðuhópar m.a. um leiðtogalíkanið, félagaþrennuna, skátastarf á fleiri stöðum, skátastarf ofl. • 15th World Scout Moot 2017 lokaskýrsla var kynnt

2.4.3 Félagsforingjafundur Einn félagsforingjafundur var haldinn á árinu, þann 3. febrúar. Helstu umræðuefnin voru: Fjölgun í skátahreyfingunni, félagaþrennan, sveitarforinginn: þjálfun, stuðningur, samstaða. Auk þess voru umræðuhópar tengdir þessum málefnum.

2.4.4 Endurfundir skáta Í stefnumótun og endurskipulagningu á starfsemi Skátamiðstöðvarinnar var ákveðið að beina utanumhaldi og framkvæmd endurfundanna til sjálfboðaliða. Öflugur vinnuhópur eldri skáta sinnir nú þessu starfi og setur sinn góða skátabrag á endurfundina.

2.5 Afreks- og heiðursmerki

Stjórn BÍS samþykkti vorið 2006 reglugerð um heiðursmerki. Samkvæmt henni eru eftirtalin heiðursmerki í notkun hjá BÍS: Silfurúlfurinn, Skátakveðjan úr gulli, Skátakveðjan úr silfri, Skátakveðjan úr bronsi, Þórshamarinn úr gulli, Þórshamarinn úr silfri og Þórshamarinn úr

8 Drög 21.3.2019 bronsi og auk þess merki BÍS úr gulli, silfri og bronsi. Eftirtalin hetjudáðamerki eru í notkun hjá BÍS: Gullkrossinn, Silfurkrossinn og Bronskrossinn. Eftirtalin þjónustumerki eru í notkun hjá BÍS: Gyllta liljan og smárinn og Silfraða liljan og smárinn.

Eftirtaldir hlutu heiðursmerki BÍS á árinu 2018:

Gullmerki skáta: Arnlaugur Guðmundsson, Landnemum, 7. apríl

Þjónustumerkið, Silfraða liljan og smárinn: Arnar Breki Eyjólfsson, Vífli, 19. apríl Anna Margrét Þorsteinsdóttir, Vífli, 19. apríl Elín Esther Magnúsdóttir, Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni, 7. apríl Guðmundur Sigurðsson, Stjórn Útilífsmiðstöðvar skáta Úlfljótsvatni, 7. apríl Halldóra Aðalheiður Ólafsdóttir, Vífli, 19. apríl Huldar Hlynsson, Vífli, 19. apríl Inga Lilja Þorsteinsdóttir, Vífli, 19. apríl Úlfur Kvaran, Vífli, 19. apríl

Skátakveðjan úr bronsi Sturla Bragason , Smiðjuhópnum, 7. apríl

Þórshamarinn úr silfri Guðmundur Þór Pétursson, Skjöldungum, 7. apríl Hermann Sigurðsson, Vífli, 7. apríl Jón Ingvar Bragason, framkv.stj.World Scout Moot 2017, 7. apríl Vala Dröfn Hauksdóttir, Radíóskátum, 7. apríl

Þórshamarinn úr bronsi Andri Týr Kristleifsson, Kópum, 7. apríl Bergþóra Sveinsdóttir, Ungmennaráði BÍS, 7. apríl Dagbjört Brynjarsdóttir, Mosverjum, 7. apríl

2.6 Helstu viðburðir sem BÍS kom að árið 2018

Janúar

11. WSJ19 upplýsingafundur f. sveitarforingja 20.-21. Gilwell leiðtogaþjálfun – 5. skref 23. Foringjaspjall sveitarforingja

Febrúar

2.-4. Ungmennaþing 3. Félagsforingjafundur 9. – 16. Vetraráskorun Crean 14. Ljósmyndasprettur rekka- og róverskáta 22.-26. Skátamót Vetrarólympíuleikarnir – alheimsmót

Mars

4. Drekaskátadagur

9 Drög 21.3.2019

Apríl

6.-7. Skátaþing 11.-15. Agora 2018 á Írlandi 20.-21. Samráðsfundur stjórnar 14. Gilwell leiðtogaþjálfun 4. skref 20.-22. Hrollur – útivistarkeppni fyrir dróttskáta 28. Félagsstjórnarnámskeið

Maí

1. Samráðsfundur stjórnar og ráða BÍS 10.-13. Norrænt skátaþing í Kaupmannahöfn 12.-13. Skyndihjálparnámskeið 28. Verndum þau námskeið

Júní

9.-10. Landsmót drekaskáta á Úlfljótsvatni 4.-5. Námskeið fyrir sumarstarfsfólk 20.-24. Landsmót dróttskáta í Viðey

Júlí

5.-8. Landsmót fálkaskáta að Laugum í Sælingsdal 9.-15. Landsmót rekka- og róversskáta í Þórsmörk 16.-21. Euro Mini Jam í Færeyjum 23.-2. Roverway í Hollandi

Ágúst

24.-26. Sumar-Gilwell

September

11. Foringjaspjall sveitarforingja 15.-16. Vökuhlaup

Október

4. Forvarnardagurinn Fundir stjórnar BÍS með skátafélögunum 19.-21. JOTA-JOTI 28. Gilwell leiðtogaþjálfun – 4. skref

Nóvember

2. Afmæli skátastarfs 3. Fálkaskátadagurinn

Desember

5. Dagur sjálfboðaliðans 10. Jólaendurfundir eldri skáta

10 Drög 21.3.2019 3 KJARNASTARFSEMI BÍS

Starfsemi BÍS skiptist í sjö meginsvið sem hafa hvert sitt fastaráð undir forystu stjórnarmanns BÍS. Dagskrárráð, Félagaráð og Fræðsluráð hafa tekið höndum saman undir formerkjum „Starfsráðs“ þar sem þau vinna sameiginlega að þeim málum sem skarast þvert á ráðin. Verður nú gerð grein fyrir helstu verkefnum hvers sviðs fyrir sig.

3.1 Erindrekar BÍS

Erindrekar hófu störf í ágúst/september 2018. Á haustmánuðum stóðu þeir fyrir fundum með foringjaráðum og stjórnum skátafélaganna. Á fundum með foringjum kynntu erindrekar nýjungar í útgefnu stuðningsefni BÍS og fengu upplýsingar frá virkum foringjum hreyfingarinnar um hvaða stuðningi þeir óskuðu eftir. Þar voru óskir fremstar um fræðslu og þjálfun, framþróun dagskrárefnis og eflingu upplýsingamiðlunar til foringja.

Á fundum með stjórnum félaganna kynntu erindrekar sér fjármál félaganna, samskipti þeirra við sveitarfélögin, stefnu þeirra og stuðning í foringjamálum og heyrðu af styrkleikum þeirra og hindrunum. Erindrekum tókst að hitta sjálfboðaliða 21 skátafélags á landsvísu á haustdögum.

Í kjölfarið af þessum fundum fóru ýmis verkefni af stað, sum hver sérverkefni sniðin að ákveðnum félögum og önnur verkefni sem talið var að gætu nýst sem flestum skátafélögum. Þar bar hæst stuðning í mannauðsmálum, kynningarmálum, í samskiptum við opinbera aðila og einnig verkefni sem unnið hefur verið að í samráði við starfsráð.

Erindrekar sinntu þar að auki samskiptum við ýmsa aðila um möguleg samstarfsverkefni. Má þar nefna samstarf við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar með umsókn um Erasmus+ styrk fyrir ráðstefnu á landsvísu um ungmennaráð og valdeflingu ungmenna í félagsamtökum og sveitarfélögum; The Unity of Faiths Foundation um að styrkja stöðu barna með erlendan bakgrunn innan æskulýðsfélaga og Rauða krossinn um samstarf við þýðingu, staðfæringu og framþróun óformlegs fræðslutóls um stöðu flóttafólks.

3.2 Félagaþrennan

Breyting á stjórnunarhlutverkum skátafélaga

Um langt skeið hefur verið þessi hefðbundna uppbygging á stjórnun skátafélaga: Félagsforingi og stjórn. Stjórn skiptir með sér verkum eitthvað á þessa leið: aðst.félagsforingi, gjaldkeri og ritari. Stundum fleiri hlutverk, stundum enginn aðst.félagsforingi.

Félagaþrennan er hugtak sem fengið er frá finnsku skátahreyfingunni sem hefur þróað stjórnunina þannig að í hverju skátafélagi eru þrír aðilar sem mynda innsta kjarna stjórnar og eru öll hlutverkin jafngild og hafa jafn mikið vægi í stjórnun skátafélaga þar sem áður var eitt hlutverk félagaforingjans. Þessir þrír aðilar eru: félagsforingi, dagskrárforingi og sjálfboðaliðaforingi.

Starfsárið 2018-19 reynslukeyra þessi fimm skátafélög þessa nálgun á stjórnun og ábyrgð í skátafélögum: Garðbúar, Hafernir, Kópar, Segull, Skjöldungar, Svanir. Að því loknu mun endurmat fara fram og betrumbætur á félagaþrennunni. Starfsárið 2019-2020 hefst innleiðing á félagaþrennunni.

11 Drög 21.3.2019 Starfslýsing hlutverkanna þriggja, helstu atriði:

Allir í félagaþrennunni samábyrgir með þessi atriði:

• undirbúa starfsáætlun • eru í reglulegum og góðum samskiptum við hina aðilana í félagaþrennunni • áætla mannaflaþörf í takt við fjölda í félaginu, markmið og stefnu stjórnar • hver aðili endurmetur reglulega sitt starf fyrir skátafélagið • eru í reglulegum samskiptum við þrennuþjálfarann (coach)

Félagsforingi:

• ber ábyrgð á skátafélaginu • býr til samskiptaáætlun og fundaráætlun stjórnar • leiðir samstarf við önnur skátafélög og/eða samtök í samvinnu við stjórn og foringja • skipuleggur aðalfund, ber ábyrgð á ársskýrslu og ársreikningum í samstarfi við stjórn og gjaldkera • ber ábyrgð á fjárhag félagsins • gerir fjárhagsáætlun í samstarfi við gjaldkera • ber ábyrgð á styrkumsóknum fyrir félagið • ber ábyrgð á húsnæði félagsins, rekstri og viðhaldi • ber ábyrgð á að búnaður félagsins sé uppfærður eftir þörfum • ber ábyrgð á að sett séu markmið/sýn fyrir félagið og að farið sé eftir þeim

Dagskrárforingi:

• ber ábyrgð á að í allri dagskrá sé unnið eftir skátaaðferðinni • ber ábyrgð á að dagskráin uppfylli samþykktar kröfur BÍS og skátafélagsins • aðstoðar sveitarforingja við að skipuleggja dagskrá • kynnir fyrir foringjum öryggis- og viðbragðsáætlanir skátafélagsins og BÍS • fylgist með hvaða námskeið eru í boði fyrir foringja (í samstarfi við sjálfboðaliðaforingja) • fylgist með þróun og nýjungum í dagskrármálum innan félags, innan BÍS og í WOSM/WAGGGS • veitir stuðning til þeirra sem framkvæma/skipuleggja skátadagskrána • er virkur í félagsráði/foringjaráði

Sjálfboðaliðaforingi:

• leitar leiða til að fjölga sjálfboðaliðum í starfi félagsins • ber ábyrgð á að gerðar séu starfslýsingar og starfssamningar við alla sjálfboðaliða félagsins • tryggir að öll störf innan félagsins séu vel skilgreind og þekkt innan félagsins • hefur yfirsýn yfir öll hugsanleg störf innan félagsins • finnur verkefni við hæfi allra sem eru reiðubúnir að starfa fyrir félagið • hjálpar nýjum sjálfboðaliðum að vera hluti af hópnum • heldur sambandi við skáta sem ekki eru virkir í starfi félagsins hverju sinni • aðstoðar sjálfboðaliða til að þróa sig í starfi, setja sér markmið og fylgja þeim • fylgist með hvaða námskeið eru í boði fyrir foringja (í samstarfi við dagskrárforingja)

12 Drög 21.3.2019 3.3 Alþjóðamál

Alþjóðastarf skáta er fleira en ferðalög, t.d. geta samskipti skáta og skátahópa í gegnum netið verið mjög skemmtilegur kostur. Þess háttar samskipti geta síðan þróast í verkefni þar sem hóparnir hittast og fá til þess styrki, t.d. frá Erasmus+ og langflestir erlendir viðburðir sem BÍS tekur þátt í eru einmitt styrktir af Erasmus+. Alþjóðaráð sinnir einkum samskiptum BÍS við erlend skátabandalög og samtök, erlenda skáta sem óska eftir upplýsingum um íslenskt skátastarf og ekki síst eru íslenskum skátum veittar upplýsingar um erlent skátastarf og erlend tilboð svo sem skátamót og námskeið. Þá eru einnig skipulagðir fjölþjóðlegir viðburðir hér á landi. Fjölmörg erindi berast íslenskum skátum á hverju ári sem að ráðið vinnur úr.

3.3.1 Samstarfsnefnd norrænu skátabandalaganna Nefndin heldur fund a.m.k. einu sinni á ári, venjulega fyrstu helgina í september. Nefndin vinnur úr samþykktum Norræna skátaþingsins og fylgist með framkvæmd þeirra samstarfsverkefna sem þar eru ákveðin. Fulltrúar BÍS í samstarfsnefndinni árið 2018 voru Liljar Már Þorbjörnsson og Dagmar Ýr Ólafsdóttir, um mitt sumar tók Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir við af Dagmar. Formennska og skrifstofuhald norrænu samstarfsnefndarinnar er hjá Danmörku. Sjá nánar á heimasíðu nefndarinnar www.speidereinorden.org.

3.3.2 Norræna skátaþingið Þingið var haldið í Danmörku dagana 10.-13. maí 2018. Norræna skátaþingið er haldið þriðja hvert ár, til skiptis á Norðurlöndunum. Þingið sækja forystumenn norrænna skátabandalaga, þ.e. stjórnarmenn, starfsmenn og þeir sem vinna við alþjóðasamskipti. Verkefni þingsins á hverjum tíma er að marka stefnuna í samstarfi skáta á Norðurlöndunum og vera vettvangur til að skipast á skoðunum og hugmyndum. Þingið sóttu fyrir Íslands hönd: Marta Magnúsdóttir, Dagmar Ýr Ólafsdóttir, Björk Norðdahl, Liljar Már Þorbjörnsson, Berglind Lilja Björnsdóttir, Jón Egill Hafsteinsson, Harpa Ósk Valgeirsdóttir, Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir, Sunna Líf Þórarinsdóttir, Rakel Ýr Sigurðardóttir og Kristinn Ólafsson.

3.3.3 Starfsnefndir á vegum Evrópustjórna WAGGGS og WOSM Hulda Sólrún Guðmundsdóttir situr í Evrópustjórn WOSM, hún tók við sem varaformaður Evrópustjórnar árið 2017.

3.3.4 Upplýsingamiðlun Upplýsingamiðlun frá Evrópu- og heimsskrifstofunum er mjög aðgengileg á heimasíðum og Facebooksíðum skrifstofanna, sjá nánar www.scout.org, www.euroscoutinfo.com, www.wagggs.org, www.europe.wagggsworld.org og www.europak-online.net. Einnig eru margvíslegar upplýsingar um alþjóðlegt skátastarf á heimasíðu BÍS www.skatamal.is. Alþjóðaráð hefur haldið úti facebook síðunni Tækifæri í Alþjóðastarfi. Á vefsíðunni www.skatamal.is eru kynningarsíður á ensku og frönsku um íslenskt skátastarf.

13 Drög 21.3.2019 3.3.5 Evrópuþing WAGGGS og WOSM Þing þessi eru haldin á þriggja ára fresti og verður næst haldið í Króatíu árið 2019.

3.3.6 Heimsþing WAGGGS og WOSM Heimsþing heimsbandalaganna WAGGGS og WOSM eru haldin á þriggja ára fresti, næst haldin árið 2020 í Úganda og Egyptalandi.

3.3.7 Ungmennaþing WOSM Ungmennaþing WOSM eru haldin á þriggja ára fresti, verður næst haldið árið 2020 í Egyptalandi.

3.3.8 Erlendir fundir, námskeið og ráðstefnur sem fulltrúar BÍS sóttu á árinu 2018

Skátahöfðingjafundur Evrópu – Tékklandi í febrúar. Marta Magnúsdóttir

Olympic Winter Games – Kóreu í febrúar. Jóhanna María Bjarnadóttir og Kári Gunnlaugsson.

Seminar on Growth – Lettlandi í febrúar. Kristinn Ólafsson og Marta Magnúsdóttir.

Agora – Írlandi í apríl. Ásgerður Magnúsdóttir, Daði Björnsson, Egle Sipaviciute og Thelma Líf Sigurðardóttir.

Samráðsfundur starfsmanna norrænna skátabandalaga – Kaupmannahöfn, Danmörku í apríl. Kristinn Ólafsson, Rakel Ýr Sigurðardóttir og Unnur Líf Kvaran.

Partnership Event – Kaupmannahöfn, Danmörku í apríl. Jón Egill Hafsteinsson og Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir.

European Communication Forum – Eistlandi í maí. Jón Egill Hafsteinsson og Unnur Líf Kvaran.

Norðurlandaþing – Kaupmannahöfn, Danmörku í maí. Berglind Lilja Björnsdóttir, Björk Norðdahl, Dagmar Ýr Ólafsdóttir, Harpa Ósk Valgeirsdóttir, Jón Egill Hafsteinsson, Kristinn Ólafsson, Liljar Már Þorbjörnsson, Marta Magnúsdóttir, Rakel Ýr Sigurðardóttir, Sunna Líf Þórarinsdóttir og Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir.

Educational Methods Forum 2018 – Búkarest, Rúmeníu í maí. Björk Norðdahl og Þórhallur Helgason.

GSAT Self-Assesment Training – Vín, Austurríki í september. Sigríður Ágústsdóttir.

Growth Gathering – Búdapest, Ungverjalandi í september. Margrethe Grønvold Friis.

Skátahöfðingjafundur Norðurlandanna – Færeyjum í október. Marta Magnúsdóttir.

Academy – Makedónía í október. Margrethe Grønvold Friis og Sigurgeir B. Þórisson.

Young Spokesperson Training – Nordtangen, Noregi í október. Erika Eik Bjarkadóttir, Hildur Bragadóttir og Jóhanna María Bjarnadóttir.

CubNet & ScoutNet Meeting – Luxemborg í nóvember. Harpa Ósk Valgeirsdóttir og Sif Pétursdóttir.

Hand in Hand Conference – Brussel, Belgíu í desember. Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, Jón Ingvar Bragason, Liljar Már Þorbjörnsson, Rakel Ýr Sigurðardóttir og Sigurgeir B. Þórisson.

14 Drög 21.3.2019 3.3.9 Skátamót og heimsóknir Á hverju ári berast BÍS boð frá fjölmörgum löndum um þátttöku í skátamótum. Upplýsingar um mótin eru tekin saman í lista sem er birtur á heimasíðunni www.skatamal.is. Íslenskir skátar sem hafa áhuga á að sækja skátamót erlendis fá aðstoð og ráðgjöf. Þau ár sem Landsmót skáta eru haldin stendur BÍS að jafnaði ekki fyrir stórum ferðum á erlend skátamót.

Crean leiðangur – Vetraráskorun dróttskáta Viðburður sem haldinn er í samstarfi við Ireland. Þátttaka er takmörkuð við 15 íslenska dróttskáta og sama fjölda írskra skáta. Markmiðið er að kynna skátana fyrir þeirri áskorun sem felst í ferðamennsku að vetri til á Íslandi og samvinnu ungmenna frá ólíkum þjóðum. Finnbogi Jónasson og Silja Þorsteinsdóttir hafa séð um skipulag og framkvæmd viðburðarins.

Ýmis skátamót Skátafélögin Vífill og Fossbúar fóru saman á Run to the Fun í Englandi. Skátafélagið Mosverjar og Skátafélag Akraness fóru saman á Euro Mini Jam í Færeyjum.

JOTA/JOTI JOTA er alþjóðlegt skátamót á öldum ljósvakans þar sem radíóskátar skiptast á skeytum við félaga sína um allan heim með hjálp loftskeytatækja. JOTI er alþjóðlegt skátamót þar sem samskipti milli skáta fara fram með hjálp tölvutækninnar. Mótin eru haldin þriðju helgina í október á hverju ári.

3.3.10 Erlendar skátamiðstöðvar Fjölmargar skátamiðstöðvar eru starfandi í heiminum, bæði á vegum WAGGGS og WOSM en einnig á vegum erlendra skátabandalaga. Íslenskir skátar hafa unnið sem sjálfboðaliðar víða, stjórn og skrifstofu BÍS er kunnugt um að Hulda María Valgeirsdóttir hafi starfað í alþjóðlegu skátamiðstöðinni Kandersteg í Sviss á árinu.

3.3.11 Alþjóðlegir viðburðir á næstunni World Scout , Bandaríkin 2019 Evrópuþing skáta, Króatía 2019 European Jamboree, Pólland 2020 Euro-Mini-Jam, Gíbraltar 2020 World Scout Moot, Írland 2021 Nánar á www.scout.org og www.wagggs.org og www.skatamal.is.

15 Drög 21.3.2019 3.4 Dagskrármál

Áfram var unnið að endurskoðun á dagskrárviðburðum og þróun þeirra á árinu með það að leiðarljósi að tengja viðburði enn betur við skátaaðferðina og þarfir skátanna auk þess sem rýnt var í uppbyggingu dagskrárvefsins og þarfir sveitarforingja á stuðningsefni fyrir dagskrá. Stefnan í dagskrármálum er sem fyrr að styrkja almennt skátastarf með því að tengja viðburði enn betur við skátaaðferðina. Lögð er áhersla á að bjóða upp á góðan stuðning við skátastarfið almennt og að leiðtogahæfni hins almenna skáta eflist í hefðbundnu starfi.

3.4.1 Viðburðir Á árinu tóku um 700 skátar þátt í viðburðum sem BÍS kom að, sjá yfirlit í kafla 2.6.

Drekaskátadagur Skátafélagið Mosverjar sáu um skipulagningu og framkvæmd á Drekaskátadeginum sem haldinn var í Mosfellsbæ 4 mars. Tæplega 100 skátar og foringjar tóku þátt í deginum sem heppnaðist mjög vel.

Fálkaskátadagur Skátafélagið Svanir sáu um að skipuleggja og framkvæma Fálkaskátadaginn sem var haldinn 3. október á Álftanesi. Um 100 skátar og foringjar mættu og tóku þátt í vel heppnuðum degi.

3.4.2 Forsetamerkið Skipulagi við forsetamerkið hefur verið breytt og hér eftir verður merkið eingöngu veitt þeim sem hefja vinnu fyrir Forsetamerkið sem rekkaskátar. Forsetamerkishandbók hefur verið gefin út og alla jafna er miðað við að það taki skátana tvö ár að ljúka við verkefnið til að öðlast forsetamerkið. Vegna þessara breytinga voru eingöngu þrír skátar sem luku verkefninu á þessu ári og í samráði við þau var ákveðið að fresta afhendingu og viðhöfn á Bessastöðum til haustsins 2019 þegar fleiri hafa lokið verkefninu.

Dagskrárráð hefur nú unnið grunn að sambærilegum merkjum fyrir drekaskáta, fálkaskáta og dróttskáta og kallast þau könnuðamerki. Stefnt er að útgáfu verkefnagrunns könnuðamerkja fyrir drekaskáta í apríl 2019 og fyrir fálka- og dróttskáta sumarið 2019.

3.4.3 Landsmót skáta Á Skátaþingi 2017 var samþykkti að næsta Landsmót skáta yrði haldið árið 2020. Landsmót skáta var síðast haldið sumarið 2016 á Úlfljótsvatni en til að stytta biðina fram að næsta Landsmóti var ákveðið að halda aldursbilamót sumarið 2018 fyrir hvert aldursbil fyrir sig, sbr. Drekaskátamót fyrir drekaskáta, Fálkaskátamót fyrir fálkaskáta osfrv. Er þessum fjórum mótsstjórnum færðar kærar þakkir fyrir krefjandi og flotta vinnu við aldursbilamótin.

Drekaskátamót Drekaskátamót var haldið á Úlfljótsvatni í byrjun júní. Á mótið mættu um 170 þátttakendur og 60 foringjar sem sáu um að aðstoða skáta og halda utan um dagskrá.

Fálkaskátamót Fálkaskátamót var haldið að Laugum í Sælingsdal í júlí. Þangað mættu 125 þátttakendur og 60 foringjar og starfsmenn.

16 Drög 21.3.2019 Dróttskátamót Skátafélagið Landnemar tók að sér allt skipulag og framkvæmd á Dróttskátamótinu sem haldið var í Viðey í júní. Það voru um 45 þátttakendur og 12 foringjar og starfsmenn.

Rekka- og róverskátamót Rekka- og róverskátamótið var haldið um miðjan júlí. Mótið byrjað á Laugavegsgöngu sem 45 skátar tóku þátt í. Það voru svo rúmlega 60 íslenskir skátar sem tóku þátt í dagskrá í Þórsmörk að lokinni göngu. Einnig voru 15 danskir skátar sem tóku þátt í dagskránni í Þórsmörk.

3.5 Félagsmál

3.5.1 Heimsóknir Einn þáttur í stuðningi BÍS við stjórnir skátafélaganna eru heimsóknir til skátafélaga. Nýráðnir erindrekar heimsóttu flest skátafélög á landinu á haustdögum, sjá kafla 3.1.

Stjórn BÍS hélt fjóra fundi með nokkrum skátafélögum í senn, þrjá fundi á höfuðborgarsvæðinu og einn fund á Akureyri. Heimsóknirnar voru nýttar til þess að kynna, fræða og ræða málefni sem þörf var á. Þátttaka var frekar dræm og stjórn hefur til endurskoðunar hvernig best væri að hátta fundum, heimsóknum og vali á fundarefnum.

3.5.2 Skátastarf á nýjum slóðum Ekki var ráðist í að hefja skátastarf á nýjum slóðum á þessu ári. Hinsvegar var Skíðasamband skáta endurvakið á Akureyri, sjá hér:

Skíðasamband skáta Að hausti 2017 var ákveðið að endurvekja aftur Vetrarskátun Klakks sem hafði legið niðri í nokkur ár. Sigurður Hólm Sæmundsson, Ólöf Hörn Erlingsdóttir og Jóhann Malmquist ákváðu að endurstofna Skíðasamband skáta og keyra dagskrá Vetrarskátunar. Farið var í æfingarferðir á skíðum alla sunnudaga frá janúar og fram að páskum. Auk þess voru nokkur kvöldnámskeið í rötun og ferða- og fjallamennsku og eitt Útilífsnámskeið sem stóð frá föstudegi til sunnudags. Einnig var farið í æfingaútilegu vegna íshæks sem er lokapunktur í dagskrá Vetrarskátunar ár hvert. Að þessu sinni fóru sex skátar að fararstjórum meðtöldum í íshæk. Í dymbilvikunni stóð Skíðasambandið fyrir íshæki. Árið 2018 var ákveðið að skíða Flateyjardalinn, siglt var frá Húsavík og dalurinn skíðaður frá norðri til suðurs. Hópurinn fékk afburða gott veður og skíðafæri, fyrir utan að fyrsta daginn þurftu þátttakendur að ganga á grasi. Í ferðinni stóð Skíðasambandið fyrir bikarkeppni Skíðasambands skáta, keppt var í 5 greinum og sigurvegari árið 2018 er Jóhann Malmquist.

3.6 Fjármál

Ekkert stórt skátamót var í ár eins og árið áður og má sjá þess glögg merki í ársreikningi BÍS. Lítilsháttar tap varð á rekstrinum á síðasta ári eins og gert hafði verið ráð fyrir. Eftir góða afkomu dótturfélaga 2017 var ákveðið að fjárfesta í auknu mæli í skátastarfi. Stjórn BÍS hefur lagt áherslu á dagskrár- og þjálfunarmál og er hreyfingin vel í stakk búin að leggja aukna fjármuni í þessa liði í framtíðinni.

17 Drög 21.3.2019 Afkoma Grænna skáta (GS) var undir áætlun og má m.a. rekja það til húsnæðismála og vélartjóns í einni af bifreiðum GS. Tekjuaukningin hefur hins vegar verið góð á árinu og vonandi verður framhald þar á. Mikil aukning hefur verið í fjölda eininga sem skila sér bæði í móttökustöðinni í Hraunbæ og í söfnunargáma.

Á árinu var fasteignin í Tindaseli seld þar sem ekki fékkst rekstrarleyfi fyrir starfsemi GS. Lítilsháttar sölutap varð við söluna. Ný fasteign var keypt fyrir starfsemi Grænna skáta á Eldshöfða og hýsir hún dósaflokkun og Tjaldaleigu skáta. Nýja aðstaðan hefur öll verið endurnýjuð og aðlöguð að starfseminni. Ekki hefur tekist að snúa við ákvörðun Endurvinnslunnar hf. um niðurfellingu á sérstöku umsýslugjaldi af söfnunarhluta Grænna skáta og eru tapaðar tekjur þetta árið áætlaðar um 13 milljónir.

Rekstur Skátamóta ehf var allur einfaldari miðað við árið á undan. Helstu verkefni ársins voru undirbúningur fyrir Jamboree í Bandaríkjunum og framkvæmd aldursbilamóta í sumar. Reksturinn var í takt við áætlanir. Erindrekar BÍS eru á launaskrá hjá Skátamótum enda fjárhagsstaða félagsins afar traust eftir góða rekstrarniðurstöðu World Scout Moot 2017.

Skátabúðin ehf. skilar ágætum hagnaði. Áframhald var á góðu gengi jólatrjáasölunnar og afkoma Tjaldaleigunnar var í takt við væntingar. Í skoðun er að finna Tjaldaleigu skáta annan farveg þar sem starfsemin stendur vart undir sér eins og henni er háttað í dag.

Stuðningur ríkisvaldsins við rekstur landshreyfingar skáta er sérlega mikilvægur og hefur stjórn BÍS því lagt á það þunga áherslu að ríkisvaldið standi veglega við bakið á skátahreyfingunni og í takt við aðrar æskulýðshreyfingar. Ávallt er send inn greinargerð og styrkumsókn á tilskyldum tíma. Þessu er síðan fylgt eftir með ýmsum hætti. Okkur ber að standa vörð um þennan stuðning og tryggja að hreyfingin haldi þessum styrkjum og fái hækkanir í takt við verðlagsþróun. Dótturfélög BÍS hafa skilað hreyfingunni góðu framlagi undanfarið og kostnaðarþáttaka þeirra er mikil. Án dótturfélaganna væri rekstrarkostnaður BÍS umtalsvert hærri og óhagkvæmari.

Á árinu eignaðist BÍS íbúð á Seltjarnarnesi er hjónin Berent Th. Sveinsson og Laufey Guðbrandsdóttir sem nú eru bæði látin arfleiddu skátana að íbúð sinni. Stofnaður verður sérstakur sjóður um arfinn og er honum ætlað að styrkja foringjamenntun skáta og mun þessi gjöf hafa mjög mikil áhrif á þjálfunarmál skáta næstu árin. Skátahreyfingin er þeim hjónum afar þakklát fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

3.7 Fræðslumál

Efling fræðslu fyrir sjálfboðaliða skátahreyfingarinnar er óþrjótandi viðfangsefni. Stöðug þátttaka hefur verið á Gilwell-námskeiðunum, 16 manns útskrifuðust á árinu og um 50 manns eru nú „á leið“. Mikil áhersla var lögð á kynningu og innleiðingu á Félagaþrennunni, sjá kafla 3.2. Minni áhersla var því lögð á að fá fleiri fyrirliða sjálfboðastarfs en fræðsluráð hélt áfram vinnu við að skilgreina störf sjálfboðaliða og verklýsingar sem nýtast við prufukeyrslu félagaþrennunnar.

3.7.1 Fræðsla og þjálfun Ýmis námskeið og fræðsla Boðið var upp á ýmis styttri námskeið og kynningarkvöld í hagnýtum lausnum sem gagnast skátafélögum beint inn í starfið og styðja þau í að vinna að markmiðum skátahreyfingarinnar. Námskeiðin voru ætluð 16 ára og eldri, starfandi skátum, foringjum, stjórnum, baklandi og öðrum áhugasömum tengdum félögunum.

18 Drög 21.3.2019 Styttri námskeið og fræðsla: • Foringjaspjall sveitarforingja, 23. janúar og 11. september • Nóra námskeið, 1. mars og 25. september • Ungir talsmenn 9.-11. mars • Skyndihjálparnámskeið, 12.-13. maí og 24.-25. nóvember • Félagsstjórnarnámskeið 26. maí • Dróttskátaforingjar hittast, 19. september • Verndum þau námskeið, 28. maí, 5. júní og 18. október

Námskeið fyrir sumarstarfsfólk og stjórnendur sumarnámskeiða Námskeið voru haldin í Skátamiðstöðinni dagana 4.-6. júní með 90 þátttakendum. Haldin voru 6 námskeið: Verndum þau, Mannauðsstjórnun, Börn með sérþarfir, Leikjastjórnun, Slysavarnir og öryggi, Viðbrögð við einelti og Fyrsta hjálp/Skyndihjálp. Umsjón: Skátamiðstöðin.

3.7.2 Leiðtogaþjálfun fullorðinna sjálfboðaliða innan skátahreyfingarinnar

Gilwell-skólinn á Íslandi er rekinn af Bandalagi íslenskra skáta (BÍS). Gilwell-skólinn býður leiðtogaþjálfun fyrir fullorðna einstaklinga sem vilja vinna skátahreyfingunni gagn, ýmist sem leiðtogar ungra skáta eða á annan hátt. Gilwell-skólinn býður bæði grunnþjálfun, í samræmi við ramma alþjóðasamtaka skáta, og símenntun, þ.e. bæði endurmenntun og framhaldsþjálfun á fjölmörgum sviðum leiðtogafræða. Skipuð er fimm manna stjórn Gilwell-skólans til þriggja ára í samræmi við nýja skipulagsskrá samþykkta af stjórn BÍS í maí 2014. Gilwell-skólinn starfar undir stjórn Gilwell-skólans og á ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra BÍS. Gera má ráð fyrir að þeir sem kosnir eru í fræðsluráð á Skátaþingi séu jafnframt í Gilwell- teyminu og þar með hluti af Gilwell-skólanum. Uppbygging Gilwell-leiðtogaþjálfunar Skátahreyfingin er uppeldishreyfing. Markmið hreyfingarinnar er að veita ungu fólki raunhæf tækifæri til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Fullorðnir skátar eru kjölfestan í góðu skátastarfi þar sem þeir eru ábyrgir fyrir uppeldishlutverki hreyfingarinnar. Gilwell-leiðtogaþjálfuninni er ætlað að byggja ofan á reynslu þátttakenda og gera þeim kleift að marka sér stefnu og setja sér markmið til enn frekari þroska, afreka og sigra í skátastarfi og í lífinu yfirleitt. Markmið BÍS og Gilwell-skólans er að sem flestir fullorðnir sjálfboðaliðar innan skátahreyfingarinnar ljúki Gilwell-grunnþjálfun fyrir leiðtoga í skátastarfi. Að lokinni Gilwell- leiðtogaþjálfun hafi þátttakendur öðlast dýpri skilning á skátahreyfingunni sem uppeldishreyfingu, grunngildum hennar – samfélagslegum, siðferðilegum og aðferðafræðilegum – og hlutverkum fullorðinna og leiðtoga í skátastarfi og auk þess öðlast einlægan áhuga á að leggja skátahreyfingunni lið við mikilvægt uppeldisstarf til að „gera heiminn betri“. Símenntun og framhaldsþjálfun Gilwell-skólans Auk grunnþjálfunar býður Gilwell-skólinn upp á framhaldsþjálfun á fjölmörgum sviðum sem að gagni geta komið við ýmiss konar leiðtogastörf innan skátahreyfingarinnar og utan. Með því að ljúka, á fullnægjandi hátt, nokkrum framhaldsnámskeiðum samkvæmt persónulegri áætlun og námssamningi fær viðkomandi Gilwell-skáti þriðju og fjórðu „skógarperluna“ og þar með aðild að Gilwell-teyminu sem er ábyrgt fyrir Gilwell-leiðtogaþjálfuninni.

19 Drög 21.3.2019

Námskeið Gilwell-skólans 2018 Eftirfarandi námskeið í grunnþjálfun Gilwell-leiðtogaþjálfunarinnar voru haldin árið 2018:

Dags Skref Fjöldi 14.4. skref 1 9 15.4. skref 2 15 20.-21.1. Skref 5 16 24-26.8. Sumargilwell 18

Gilwell-skátar útskrifaðir í janúar 2018 á Úlfljótsvatni Arnar Breki Eyjólfsson Vífli Ágúst Þorsteinsson Vífli Ástrós Eva Guðnadóttir Eilífsbúum Daði Auðunsson Skjöldungum Egle Sipaviciute Landnemum Guðjón Hafsteinn Kristinsson Segli Harpa Óskarsdóttir Haförnum Helga Þórey Júlíudóttir Skjöldungum Hjörtur Már Markússon Mosverjum Jón Svan Sverrisson Vífli Kristín Hrönn Þráinsdóttir Kópum Marta Björgvinsdóttir Segli Ólafur Loftsson Landnemum Óskar Þór Þráinsson Skjöldungum Sigmar Sigurðsson Vífli Valgerður Stefánsdóttir Skf. Akraness

Upplýsingar um Gilwell-leiðtogaþjálfun – grunnþjálfun, símenntun og framhaldsþjálfun – eru á www.skatamal.is

3.8 Ungmennamál

3.8.1 Ungir talsmenn – æfing í að koma fram Ungir talsmenn er námskeið fyrir rekka- og róverskáta sem langar að skerpa kunnáttu sína í framkomu eða í kynningarstarfi bæði innan og utan skátastarfs. Námskeiðið er samstarfsverkefni milli ungmennaráðs og upplýsingaráðs. Árið 2018 hefði verið fyrsta árið með nýju fyrirkomulagi þar sem námskeiðinu væri skipt í 3 hluta þar sem þátttakendur setja sér markmið og skipuleggja verkefni sem þau vinna á námskeiðinu með hjálp leiðbeinanda. Að loknu námskeiði fá þátttakendur viðurkenningu og teljast þar með opinberir talsmenn skátahreyfingarinnar. Viðburðurinn átti að vera dagana 9. – 11. mars en féll niður vegna lítillar skráningar.

20 Drög 21.3.2019 3.8.2 Ungmennaþing Ungmennaþing 2018 var haldið 2. – 4. febrúar og var það í fyrsta sinn sem þingið er heila helgi. Markmið þingsins var að kynnast fyrirkomulagi skátaþings, ræða málefni ungmenna innan skátahreyfingarinnar og eiga góðar stundir í hópi jafningja. Eftir þingstörf á laugardeginum var svo haldin fyrsta árshátíð rekka- og róverskáta sem sló rækilega í gegn og búist er við að verði að hefð hér eftir. 36 þátttakendur mættu á þingið og er það metskráning. Helstu umræður þingsins snerust að aldri félagsforingja og að ungmenni hefðu aukin atkvæðisrétt fyrir hönd skátafélaga á skátaþingi. Einnig var lögð áhersla á að fræðast um ráð og nefndir BÍS.

3.8.3 Rödd ungra skáta Í byrjun árs var ákveðið að taka þennan viðburð af starfsáætlun BÍS. Markmiðið með viðburðinum var upprunalega að virkja unga einstaklinga til þátttöku innan skátahreyfingarinnar og gefa þeim meiri rödd í starfinu. Þátttaka ungs fólks innan BÍS hefur aukist til muna á síðustu árum, og rekka- og róverskátar orðnir meðvitaðir um sín málefni og virkari í leiðtogastörfum innan félaganna og í ráðum og nefndum BÍS. Því má segja að helsta markmiði viðburðarins hafi verið náð og þessvegna var tekin ákvörðun um að leggja frekar meiri vinnu í aðra viðburði á vegum ungmennaráðs, með aukinni áherslu á samveru, útivist og almennt skátastarf.

3.8.4 Gleðiganga Hinsegin daga í Reykjavík Skátarnir tóku þátt í Gleðigöngu Hinsegin daga eins og síðustu ár. Þema vagnsins var „Ást í alþjóðlegu samhengi“ og skartaði kerran borðum þar sem á stóð Proud to be Sc(out)! og „Ást án landamæra“ á yfir 40 tungumálum. Vagninn var ennfremur skreyttur með alþjóðlegum skátaklútum og handmáluðum hnöttum í regnbogalitunum. Að þessu sinni tók einnig hópur danskra skáta þátt en þau voru fyrir tilviljun á ferðalagi um Ísland þessa helgi. Verkefnið hlaut styrk frá stjórn BÍS til þess að standa straum af kostnaði við þátttökuna.

3.8.5 Vökuhlaup 2018 – hafa með? Vökuhlaupið er sjálfsprottinn viðburður skipulagður af Ævintýrahópnum. Þau fengu stuðning frá BÍS til að halda viðburðinn. Vökuhlaupið er bráðskemmtilegur og krefjandi tólf klukkustunda póstaleikur sem tekur heila nótt. Þátttakendur gengu 15 km, gangan var frá Vífilsstöðum að Elliðavatnsbæ og spreyttu þátttakendur sig á allskyns þrautum og leikjum á leiðinni.

Í Ævintýrahópnum eru Birta Ögn Elvarsdóttir, Erika Eik Bjarkadóttir, Huldar Hlynsson og Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir.

3.9 Upplýsinga-, kynningar- og útgáfumál

3.9.1. Útgáfumál

Heimsmarkmiðin Samband dönsku skátanna (Spejderne) gaf BÍS leyfi til að þýða og staðfæra bækling þeirra um heimsmarkmiðin. Danfríður Skarphéðinsdóttir sá um þá vinnu ásamt Margrethe Grønvold Friis. Íslenskir skátar eru nú þegar farnir að nýta sér hugmyndir og verkefni úr bæklingnum.

21 Drög 21.3.2019 Færnimerki Sænska skátasambandið (Scouterna) gaf BÍS leyfi til að nýta sér sænsku færnimerkin og sá Þórhallur Helgason ásamt dagskrárráði um að þýða og staðfæra leiðbeiningar um notkun á merkjunum. Er skemmst frá því að segja að íslensku skátarnir hafa tekið færnimerkjunum fagnandi og nýta sér þau í leik og starfi.

Forsetamerkisbækur Eftir eins árs reynslunotkun á forsetamerkisbók rekka- og róverskáta hefur útgáfan verið uppfærð og er nú í notkun hjá þeim skátum sem vinna að forsetamerkinu. Unnið er að gerð forsetamerkisbóka fyrir fleiri aldursstig.

3.9.2 Skátamál Fréttir og tilkynningar sem tengjast skátastarfi eru birtar á heimasíðunni www.skatamal.is. Unnið er að því að gera heimasíðuna auðvelda í notkun og aðgengilega. Einföldun vefsíðumála felst meðal annars í því að koma öllum upplýsingum á skipulegan hátt í eina vefsíðu. Enn á eftir að klára uppfærslu á síðunni og gera þar allar upplýsingar aðgengilegar og sýnilegar. Þriðjudagspósturinn fékk góðar viðtökur og Facebook hélt hlutverki sínu í útbreiðslu og kynningarstarfi skátanna. Snapchat og Twitter aðgangar skátanna eru óvirkir, og Instagram mun taka við sem helsti samfélagsmiðill skátanna á eftir Facebook.

3.9.3 Skátavefurinn www.skatarnir.is er almenn upplýsingasíða um skátana sem segir til um tilgang og markmið skátahreyfingarinnar og hjálpar foreldrum og styrktaraðilum að finna skátastarf í sinni heimabyggð. www.skatamal.is er almenn fréttaveita Skátamiðstöðvarinnar og skátastarfs í landinu. Vefurinn er einkum ætlaður starfandi skátum. Starfsmenn Skátamiðstöðvarinnar annast daglega fréttaveitu og uppfærslu upplýsinga á síðunni.

3.9.4 Samfélagsmiðlar Facebook: Skátarnir nýta Facebook til þess að koma skilaboðum á framfæri við starfandi skáta og almenning. Það hefur gengið vel og efnið þar inni fengið góð viðbrögð. BÍS er með í inni umsjá nokkra Facebook hópa sem gegna mikilvægum hlutverkum í kynningarstarfi og gilda einnig sem samráðsvettvangur skáta á öllum aldri: Drekaskátaforingjar – hópur sem erindrekar BÍS stofnuðu sem auglýsinga- og samráðsvettvang fyrir virka og starfandi foringja þessa aldursbils. Fálkaskátaforingjar – hópur sem erindrekar BÍS stofnuðu sem auglýsinga- og samráðsvettvang fyrir virka og starfandi foringja þessa aldursbils. Dróttskátaforingjar – hópur sem erindrekar BÍS stofnuðu sem auglýsinga- og samráðsvettvang fyrir virka og starfandi foringja þessa aldursbils. Rekkaskátaforingjar – hópur sem erindrekar BÍS stofnuðu sem auglýsinga- og samráðsvettvang fyrir virka og starfandi foringja þessa aldursbils. Hópur félags- og aðstoðarfélagsforingja – Hópur þar sem stjórn BÍS getur verið í beinum samskiptum við starfandi félags- og aðstoðarfélagsforingja skátafélaganna. Tækifæri í alþjóðastarfi – Hópur sem alþjóðaráð notar til þess að auglýsa tækifæri í alþjóðastarfi innan skátahreyfingarinnar.

22 Drög 21.3.2019 Sjálfsprottnir hópar, ekki í umsjá BÍS: Skátar á Íslandi Rekkaskátar á Íslandi Róverskátar á Íslandi Drekatemjarar Íslands Fálkatemjarar Íslands Dróttskátatemjarar Íslands

Instagram: Tekin var sú ákvörðun að snapchat aðgangur skátanna yrði gerður óvirkur og að instagram tæki við. Þessi breyting hefur gengið vel, en gaman væri að félögin myndu sækjast í það að fá að sýna frá sínu starfi á instagraminu. Markmiðið er að virkja instagram aðganginn meira og sýna frá ýmsum gerðum skátastarfs.

Twitter og Snapchat aðgangar skátanna eru óvirkir.

3.9.5 Skátablaðið Ritnefnd gaf út eitt blað á árinu og var það sent á heimili skáta og í fyrirtæki í um 14.000 eintökum. Umsjón og ritstjórn blaðsins: Heiður Dögg Sigmarsdóttir, Magnús Geir Björnsson, Sunna Líf Þórarinsdóttir og Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir ritstýra. Útlit og umbrot: Inga Auðbjörg Straumland.

3.9.6 Minningarkort Minningarkort hafa verið til sölu í Skátamiðstöðinni í mörg ár. Hægt er að panta minningarkort með því að hringja í Skátamiðstöðina, starfsmaður gengur síðan frá minningarkortum og sendir. Sendandi greiðir valfrjálsa upphæð í Styrktarsjóð skáta. Lítið hefur verið um minningarkort í ár, í staðinn hafa skátaskeytin verið notuð í sama tilgangi.

3.9.7 Skátaskeyti BÍS gefur út þrjár gerðir af skátaskeytum sem skátafélögin geta nýtt sér í fjáraflanir. Einstaklingar geta nú einnig pantað skeyti á vefsíðu Skátabúðarinnar og sent heillaóskir eða samúðarskeyti til vina og fjölskyldu. Einnig er hægt að hringja og panta eða senda tölvupóst. Allur ágóði af sölu skátaskeyta rennur í Styrktarsjóð skáta.

3.9.8 Skátaskírteini Skátaskírteinin gilda sem félagsskírteini og eru í sömu stærð og greiðslukort. Samið er við helstu útivistarverslanir landsins um afsláttarkjör til skáta sem framvísa skátaskírteini við vörukaup. Það er mikilvægt að skátafélög tryggi að félagar þeirra njóti þessara afsláttarkjara með því að skila félagatali og árgjaldi til BÍS með reglubundnum hætti. Nánari upplýsingar um afsláttarkjör eru á www.skatamal.is/afslattur

3.9.9 Kynningarvika Alla jafna stendur BÍS fyrir almennri kynningu á skátastarfi á hverju hausti en af því varð ekki þetta árið.

23 Drög 21.3.2019 3.10 Ýmis önnur verkefni

3.10.1 Endurfundir skáta Endurfundir skáta hófust árið 1998 og eru hádegisfundir haldnir í Skátamiðstöðinni við Hraunbæ annan mánudag í mánuði yfir vetrartímann. Að jafnaði mæta um 40 skátar í hvert sinn. Á hverjum fundi er eitt málefni tekið til kynningar og umræðu. Endurfundirnir eru mikilvæg leið til þess að halda tengslum við þá sem áður hafa verið virkir í hreyfingunni.

Sjö endurfundir voru haldnir á vegum BÍS á árinu. Á haustdögum 2017 færðist umsjón fundanna yfir til Endurfundahópsins og þá var „Bakhópurinn“ stofnaður. Þar í fararbroddi eru Haukur Haraldsson og Matthías Pétursson. Skátamiðstöðin aðstoðar hópinn með því að auglýsa fundina og panta aðföng. Er það mál manna að endurfundirnir hafi eflst og gleði og kraftur Bakhópsins endurspeglast í skemmtilegum endurfundum.

3.10.2 Forvarnardagurinn Forvarnardagurinn var haldinn í tíunda sinn þann 3. október. Verkefnið er samstarfsverkefni fjölmargra sem sinna æskulýðsmálum og forvörnum undir forystu forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar. Í ár var myndaleikur þar sem þátttakendur áttu að taka mynd af því sem þeir töldu lýsa best Forvarnardeginum með vísun í samveru, tómstundir eða skólann.

3.10.3 Friðarloginn BÍS og Landsgildið standa fyrir dreifingu Friðarlogans frá Betlehem á aðventunni. Friðarloginn logar í klaustrinu í Hafnarfirði árið um kring og þangað er hann sóttur í byrjun aðventu til dreifingar meðal landsmanna.

3.10.4 Styrktarpinninn Styrktarpinninn, sem er árleg gjöf til eldri skáta, var sendur út í febrúar. Verkefnið er bæði fjáröflun og einnig tengir hún gamla skáta við starfið. Í ár var einnig leitað til fyrirtækja í tengslum við þetta verkefni og gekk það vel.

3.10.6 Sumardagurinn fyrsti Þróunin á viðburðum tengdum sumardeginum fyrsta er sú að viðburðirnir hafa færst nær skátafélögunum sem halda daginn hátíðlegan í sínu hverfi og með sínu sniði. Skátamessu var útvarpað frá Akureyrarkirkju en BÍS stóð ekki fyrir skrúðgöngum.

24 Drög 21.3.2019 4 NEFNDIR, STJÓRNIR OG VINNUHÓPAR Á VEGUM BÍS

4.1 Starfandi nefndir, stjórnir og vinnuhópar á vegum BÍS

Stjórn Skátamóta ehf Anna Gunnhildur Sverrisdóttir stjórnarformaður, Hermann Sigurðsson, Hrönn Pétursdóttir, Una Guðlaug Sveinsdóttir. Framkvæmdastjóri Kristinn Ólafsson.

Stjórn Grænna skáta ehf Katrín Júlíusdóttir stjórnarformaður, Anna Gunnhildur Sverrisdóttir, Hermann Sigurðsson, Jón Þór Gunnarsson, Sigurgeir Bjartur Þórisson. Framkvæmdastjóri Kristinn Ólafsson. Sigurgeir sagði sig úr stjórn Grænna skáta vegna mögulegra hagsmunaárekstra er hann tók við starfi erindreka BÍS í september 2018.

Stjórn Skátabúðarinnar ehf Anna Gunnhildur Sverrisdóttir stjórnarformaður, Hermann Sigurðsson, Jón Þór Gunnarsson, Sigrún Alda Jónsdóttir, Sölvi Melax. Framkvæmdastjóri Kristinn Ólafsson.

Stjórn Útilífsmiðstöðvar skáta Úlfljótsvatni Anna Gunnhildur Sverrisdóttir stjórnarformaður, Andri Týr Þorleifsson, Guðfinnur Þór Pálsson, Guðmundur Sigurðsson og Ingibjörg Hrund Þráinsdóttir.

Stjórn Gilwell skólans Björk Norðdahl skólastjóri Gilwell-skólans, Arnór Bjarki Svarfdal, Dagbjört Brynjarsdóttir, Hjálmar Hinz og Kristín Hrönn Þráinsdóttir.

Framkvæmdaráð Anna Gunnhildur Sverrisdóttir, Dagmar Ýr Ólafsdóttir og Marta Magnúsdóttir. Starfsfólk: Kristinn Ólafsson og Sigríður Ágústsdóttir

Starfsráð skátastarfs Björk Norðdahl, Dagmar Ýr Ólafsdóttir og Harpa Ósk Valgeirsdóttir.

Norræna samstarfsnefndin Dagmar Ýr Ólafsdóttir og Jón Þór Gunnarsson.

Vinnuhópur um Crean Challenge Expedition Finnbogi Jónasson, Guðmundur Finnbogason og Silja Þorsteinsdóttir.

Fararstjórn leiðangursins Auður djúpúðga Finnbogi Jónasson og Silja Þorsteinsdóttir.

Fararstjórn á World Scout Jamboree 2019 Ásgeir R Guðjónsson og Jóhanna Björg Másdóttir.

Fararstjórn á European Jamboree 2020 Benedikt Þorgilsson, Jón Ingvar Bragason, Sigurgeir B. Þórisson og Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir.

25 Drög 21.3.2019 Mótsstjórn Drekaskátamóts 2019 Birta Ísafold Jónasdóttir, Daði Björnsson, Gunnar Ingi Sverrisson, Ísak Árni Eiríksson Hjartar, Óli Björn Sigurðsson, Salka Guðmundsdóttir, Svanur Ingi Sigurðsson og Unnur Líf Kvaran mótsstjóri.

Vinnuhópur um könnuðamerki dreka-, fálka og dróttskáta Hulda María Valgeirsdóttir, Tryggvi Bragason, Una Guðlaug Sveinsdóttir.

Vinnuhópur um fræðslu og námskeið Formaður: Harpa Ósk Valgeirsdóttir.

Skátastarf á fleiri stöðum Sveinn Þórhallsson, fulltrúi Skátafélagsins Heiðabúa, fulltrúi Skátafélagsins Fossbúa, fulltrúi Skátafélagsins Klakks, fulltrúi Skátafélagsins Mosverja, fulltrúi Skátafélagsins Vífils. Umsjónarmaður í stjórn BÍS: Dagmar Ýr Ólafsdóttir.

Ritnefnd Skátablaðsins Heiður Dögg Sigmarsdóttir, Magnús Geir Björnsson, Sunna Líf Þórarinsdóttir og Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir ritstýra.

Viðbragðsteymi Anna Rós Sigmundsdóttir, Hermann Sigurðsson og Hulda Sólrún Guðmundsdóttir.

Kynjajafnrétti í skátastarfi Guðrún Häsler og Elmar Orri Gunnarsson.

Ritnefnd um sögu skátahreyfingarinnar Kristín Bjarnadóttir, Ólafur Proppé og Sigrún Sigurgestsdóttir.

Minjanefnd Minjanefnd er samstarfsnefnd Bandalags íslenskra skáta, Skátasambands Reykjavíkur og Landsgildis St. Georgsgildanna á Íslandi um varðveislu og skráningu skátaminja. Fulltrúar BÍS í nefndinni eru Fanney Kristbjarnardóttir og Guðmundur Pálsson.

Vinnuhópur um endurskoðun á skátabúningnum Anna Íris Pétursdóttir, Birna Ösp Traustadóttir, Erika Eik Bjarkadóttir, Jakob Heimir Burgel, Jón Egill Hafsteinsson, Signý Kristín Sigurjónsdóttir og Valgerður Stefánsdóttir.

4.2 Nefndir, stjórnir og vinnuhópar sem eru ekki starfandi/hafa lokið störfum

Úlfljótsvatnsráð Guðfinnur Þór Pálsson formaður. Fyrir hönd BÍS: Anna Gunnhildur Sverrisdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Kristinn Ólafsson. Fyrir hönd SSR: Arthur Pétursson, Páll Línberg Sigurðsson, Þröstur Ríkarðsson. Úlfljótsvatnsráð var lagt niður þegar BÍS festi kaup á hlut SSR í rekstrinum að Úlfljótsvatni.

26 Drög 21.3.2019

Vinnuhópur um Skátapepp Harpa Ósk Valgeirsdóttir formaður, Anna Marta Söebech, Benedikt Þorgilsson, Berglind Lilja Björnsdóttir, Egill Erlingsson, Elínborg Ágústsdóttir, Jón Freysteinn Jónsson, Kári Gunnlaugsson, Marta Magnúsdóttir, Ragnheiður Ásta Valgeirsdóttir, Sif Pétursdóttir, Sigurgeir Bjartur Þórisson.

Félagaþrennan Formaður: Dagmar Ýr Ólafsdóttir. Ásdís Erla Pétursdóttir, Benedikt Þorgilsson, Nanna Guðmundsdóttir, Vala Dröfn Hauksdóttir, Brynja Guðjónsdóttir, Eiríkur Pétur Eiríksson Hjartar.

Vinnuhópur um nýtt fræðslukerfi Formenn: Björk Norðdahl og Harpa Ósk Valgeirsdóttir. Atli Bachman, Daney Harðardóttir, Fanný Björk Ástráðsdóttir, Harpa Óskarsdóttir, Jóhanna Guðmundsdóttir, Katrín Kemp, Tryggvi Bragason, Þórhallur Helgason

Undirbúningshópur fyrir Gleðigöngu hinsegin daga Bergþóra Sveinsdóttir, Hjördís Björnsdóttir, Inga Auðbjörg Straumland, Guðrún Häsler, Dagbjört Brynjarsdóttir.

Dagskrárvefur – betrumbætur Halldór Valberg Skúlason, Jón Egill Hafsteinsson, Tryggvi Bragason og Þórhallur Helgason.

Kynningarefni, ljósmyndir og myndbönd Arnar Daði Bjarnason, Halldór Valberg Skúlason og Jón Egill Hafsteinsson.

Vinnuhópur um Forsetamerkisbók Harpa Ósk Valgeirsdóttir, Hulda María Valgeirsdóttir, Ragnheiður Ásta Valgeirsdóttir og Tryggvi Bragason.

Endurskoðun viðbragðsáætlunar BÍS Jóhanna Björg Másdóttir, Margrét Vala Gylfadóttir og Selma Björk Hauksdóttir. Starfsmaður BÍS: Dagbjört Brynjarsdóttir.

Verklag við skoðun reikninga Aðalbjörg Elín Halldórsdóttir, Kristinn Ólafsson og Ylfa Garpsdóttir. Umsjónarmaður í stjórn BÍS: Anna Gunnhildur Sverrisdóttir.

Fararstjórn á Roverway 2018 Liljar Már Þorbjörnsson og Unnur Líf Kvaran.

Vinnuhópur um Crean Challenge Expedition Finnbogi Jónasson, Guðmundur Finnbogason og Silja Þorsteinsdóttir.

Mótsstjórn Drekaskátamóts 2018 Daði Björnsson, Daði Már Gunnarsson, Gunnar Ingi Sverrisson, Ísak Árni Eiríksson Hjartar, Óli Björn Sigurðsson, Salka Guðmundsdóttir og Unnur Líf Kvaran mótsstjóri.

27 Drög 21.3.2019 Mótsstjórn Fálkaskátamóts 2018 Anna Margrét Tómasdóttir, Elena Breiðfjörð Sævarsdóttir, Fanný Björk Ástráðsdóttir, Guðrún Halldóra Vilmundardóttir mótsstjóri, Jónína Sigurjónsdóttir og Vilborg Norðdahl.

Mótsstjórn Rekka- og róverskátamóts 2018 Benedikt Þorgilsson, Berglind Lilja Björnsdóttir, Óskar Þór Þráinsson mótsstjóri, Sif Pétursdóttir og Sædís Ósk Helgadóttir.

5 ÚTILÍFSMIÐSTÖÐVAR SKÁTA

5.1 Úlfljótsvatn

Starfsemi skáta á Úlfljótsvatni hófst árið 1941 með sumardvöl undir forystu Jónasar B. Jónssonar og félaga. Síðan hefur starfsemin á Úlfljótsvatni aukist jafnt og þétt eftir því sem aðstaðan hefur stækkað og batnað. Í dag má fullyrða að Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni sé eitt best búna útivistarsvæði á Íslandi.

Á árinu náðist samkomulag milli BÍS og SSR um kaup BÍS á hlut SSR á rekstri Úlfljótsvatni. Í kaupunum fylgja allar fasteignir og búnaður. BÍS er því orðinn rekstraraðili staðarins. Markmið BÍS er að nota staðinn til að efla skátastarf í landinu og styðja við foringjaþjálfun og verður staðurinn áfram rekinn í svipaðri mynd og verið hefur. SSR mun áfram eiga 25% hlut í landinu Úlfljótsvatn ásamt BÍS sem á 25% og Skógræktarfélagi Íslands sem á 50%.

Samningur var endurnýjaður við Reykjavíkurborg til þriggja ára um þátttöku Reykjavíkurskólanna í skólabúðunum á Úlfljótsvatni. Samningurinn skiptir reksturinn miklu máli og með honum er tryggð starfsemi allt árið.

Stöðugt er unnið að því að bæta aðstöðuna til þess að geta tekið við stórum skátamótum og var mikil uppbygging á svæðinu í tengslum við World Scout Moot. Samhliða því hefur aðstaða fyrir ferðamenn og fundi og ráðstefnur hefur verið aukin og bætt. Staðarhaldari á Úlfljótsvatni er Jakob Guðnason.

5.2 Hamrar

Útilífsmiðstöð skáta að Hömrum á Akureyri tók formlega til starfa sumarið 2000. Uppbygging og rekstur svæðisins er á vegum sérstaks rekstrarfélags, Hamrar útilífs- og umhverfismiðstöð skáta á Akureyri, í eigu Skátafélagsins Klakks sem annast uppbyggingu svæðisins í samvinnu við Akureyrarbæ. Félagið annast einnig daglegan rekstur starfseminnar að Hömrum og á tjaldsvæðinu á Akureyri. Félagið starfar í nánu sambandi við skátafélagið en hefur sjálfstæða stjórn, aðalfund og fjárhag. Þriggja manna stjórn er kosin á aðalfundi Hamra. Starfsemin að Hömrum er í gangi allt árið þótt meginhluti starfseminnar sé rekstur tjaldsvæðanna samkvæmt sérstökum rekstrarsamningi við Akureyrarbæ. Einnig annast félagið daglega umsjón með húsnæði og skálum Skf. Klakks.

6 SKÁTAMIÐSTÖÐIN HRAUNBÆ 123

Skátamiðstöðin Hraunbæ 123 er í eigu Bandalags íslenskra skáta og var tekin í notkun vorið 2003. Í húsnæðinu er rekin þjónustumiðstöð BÍS, skrifstofa SSR, skátaheimili skátafélagsins Árbúa og aðstaða fyrir Landsgildi St. Georgsgildanna á Íslandi. Í húsinu eru auk þess 28 Drög 21.3.2019 fundarsalir, skátavöruversluniSkátabúðin, móttökustöð Endurvinnslunnar og geymslur. Grænir skátar reka móttökustöð fyrir Endurvinnsluna hf þar sem tekið er við skilagjaldsskyldum umbúðum. Móttökustöðin er nú fullnýtt og þarf að fara að huga að stækkun þar sem stöðug aukning er á magni drykkjarumbúða sem skilað er í Hraunbæinn.

7 SKÁTASAMBÖND

Samkvæmt lögum BÍS er skátafélögum heimilt að stofna með sér skátasambönd. Þau eru samstarfsvettvangur skátafélaga á tilteknum svæðum og setja sér eigin starfsreglur.

Eftirfarandi skátasambönd eru starfandi • Skátasamband Reykjavíkur (SSR). Formaður SSR er Benedikt Þorgilsson.

8 AÐILD AÐ BÍS

Aðild að Bandalagi íslenskra skáta getur verið með eftirfarandi hætti:

Aðild A Skátafélög með starf fyrir - og félaga á aldrinum 7-25 ára. Aðild B Skátafélög sem stunda skátastarf og stuðla að því, með félaga sem flestir eru eldri en 23 ára. Aðild C Hópar skáta sem vilja halda tengslum við BÍS. Aðild D Skátar með beina aðild að BÍS.

Eftirtalin réttindi og skyldur fylgja ólíkri aðild að BÍS:

Félagsaðild → A B C D Þjónusta BÍS forgangur já ef unnt er ef unnt er Þátttökuréttur í viðburðum forgangur já ef unnt er ef unnt er Atkvæði á Skátaþingi 4 1 0 0 Félagsgjald til BÍS já já nei já

BÍS starfar í tengslum við félög og stofnanir sem starfa að málefnum er lúta að velferð barna og ungmenna og öðrum þeim málum sem samræmast Grunngildum BÍS og markmiðum skátahreyfingarinnar.

8.1 Eftirtalin skátafélög eru með aðild A að BÍS

• Skátafélag Akraness, Akranesi • Skátafélagið Árbúar, Árbæjarhverfi í Reykjavík • Skátafélag Borgarness, Borgarnesi • Skátafélagið Eilífsbúar, Sauðárkróki • Skátafélagið Einherjar-Valkyrjan, Ísafirði • Skátafélagið Faxi, Vestmannaeyjum • Skátafélagið Fossbúar, Selfossi • Skátafélagið Garðbúar, Fossvogs- og Bústaðahverfi í Reykjavík • Skátafélagið Hafernir, Fella- og Hólahverfi í Reykjavík • Skátafélagið Hamar, Grafarvogshverfi í Reykjavík • Skátafélagið Heiðabúar, Reykjanesbæ • Skátafélagið Hraunbúar, Hafnarfirði • Skátafélagið Klakkur, Akureyri • Skátafélagið Kópar, Kópavogi 29 Drög 21.3.2019 • Skátafélagið Landnemar, Austurbæ og Hlíðahverfi í Reykjavík • Skátafélagið Mosverjar, Mosfellsbæ • Skátafélagið Segull, Seljahverfi í Reykjavík • Skátafélagið Skjöldungar, Heima- og Vogahverfi í Reykjavík • Skátafélagið Stígandi, Dalabyggð • Skátafélagið Strókur, Hveragerði • Skátafélagið Svanir, Álftanesi • Skátafélagið Vífill, Garðabæ • Skátafélagið Ægisbúar, Vesturbæ í Reykjavk • Skátafélagið Örninn, Grundarfirði

8.2 Eftirtalin skátafélög eru með aðild B að BÍS

• Skátafélag Sólheima, Sólheimum, Grímsnesi • Skátafélagið Radíóskátar, Garðabæ

8.3 Eftirtalin félög eru með aðild C að BÍS

• Landsgildi St. Georgsgildanna • Skógræktarfélag skáta við Úlfljótsvatn • Rathlaupsfélagið Hekla • Skátakórinn

8.4 Eftirtalin félög eru með óvirka aðild A að BÍS

• Skátafélagið Goðar, Þórshöfn • Skátafélagið Héraðsbúar, Fljótsdalshéraði • Skátafélagið Samherjar, Vesturbyggð • Skátafélagið Selir, Seltjarnarnesi

9 NEFNDIR OG SAMTÖK SEM BÍS TENGIST

9.1 Æskulýðsvettvangurinn

Æskulýðsvettvangurinn (ÆV) er samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

Hlutverk Æskulýðsvettvangsins er að standa vörð um hagsmuni barna og ungmenna og stuðla að heilbrigðum, uppbyggjandi og vönduðum aðstæðum í æskulýðsstarfi. Æskulýðsvettvangurinn hefur gefið út viðbragðsáætlun fyrir þau félagasamtök sem mynda Æskulýðsvettvanginn og aðildarfélög þeirra þar sem finna má verkferla sem fylgja skal þegar upp koma atvik eða áföll sem kunna að hafa áhrif á starf félags.

Fagráð Æskulýðsvettvangsins. Æskulýðsvettvangurinn líður ekki ofbeldi af neinu tagi. Á vegum Æskulýðsvettvangsins starfar fagráð sem tekur til umfjöllunar kynferðisbrotamál og eineltismál sem koma upp innan þeirra félaga sem mynda Æskulýðsvettvanginn.

30 Drög 21.3.2019 9.2 Aðrar nefndir og samtök:

• WAGGGS, World Association of and Girl Scouts Tengiliður: Alþjóðaráð BÍS • WOSM, World Organisation of the Scout Movement Tengiliður: Alþjóðaráð BÍS • European Region WAGGGS Tengiliður: Alþjóðaráð BÍS • European Scout Region Tengiliður: Alþjóðaráð BÍS • Samstarfsnefnd Norrænu skátabandalaganna Tengiliður: Alþjóðaráð BÍS • Landvernd, landgræðslu- og náttúruverndarsamtök Íslands Tengiliður: Skátamiðstöðin • Æskulýðsráð Tengiliður: Skátamiðstöðin • Æskulýðsvettvangurinn, samstarfsvettvangur BÍS, UMFÍ, KFUM og KFUK og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Tengiliður: Skátamiðstöðin • SAMÚT, samtök útivistarfélaga Tengiliður: Skátamiðstöðin • Almannaheill, samstarfsvettvangur félaga og sjálfseignarstofnana sem vinna að almannaheill á Íslandi Tengiliður: Skátamiðstöðin • Norræna æskulýðsnefndin Tengiliður: Skátamiðstöðin • Friends of Scouting in Europe (FOSE) Tengiliður: Júlíus Aðalsteinsson

31 Drög 21.3.2019