Frá Vestranum Til Vísindamyndarinnar

Frá Vestranum Til Vísindamyndarinnar

Hugvísindasvið Frá vestranum til vísindamyndarinnar: Birtingarmynd paródíunnar í kvikmyndum Mel Brooks Ritgerð til BA-prófs í Kvikmyndafræði Stefanía Björg Víkingsdóttir Janúar 2015 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Kvikmyndafræði Frá vestranum til vísindamyndarinnar: Birtingarmynd paródíunnar í kvikmyndum Mel Brooks Ritgerð til BA-prófs í Kvikmyndafræði Stefanía Björg Víkingsdóttir Kt.: 181288-2999 Leiðbeinandi: Hjalti Snær Ægisson Maí 2015 Ágrip. Í þessari ritgerð verður fjallað um þrjár af kvikmyndum leikstjórans Mel Brooks út frá hugtakinu um paródíuna. Ritgerðin skiptist upp í sjö parta; inngang, kynningu á leikstjóranum, fræðilega yfirferð, þrjá greiningarhluta og lokaorð. Í fræðilegu yfirferðinni verður hugtakið paródía tekið fyrir. Paródían er víðfeðmt hugtak, en leitast verður við að útskýra mismunandi skilgreiningar hennar sem og mikilvægi sjálfsvísunar fyrir kvikmyndaparódíuna útskýrð. Í greiningarhlutunum verða þrjár kvikmyndir Brooks, Blazing Saddles (1974), Young Frankenstein (1974), og Spaceballs (1987), teknar fyrir og greindar út frá hugtakinu um paródíuna. Kvikmyndirnar verða skoðaðar í ljósi þessa hugtaks og greint hvað það er sem gerir þær að paródíum. Í skilgreiningu paródíunnar verður notast við verk Lindu Hutcheon, Margaret A. Rose og Dan Harries og verk. Greining kvikmyndanna byggist síðan á verkum Maurice Yacowar, Dan Harries og Robert Alan Crick. 3 Efnisyfirlit 1. Inngangur................................................................................................... 5 2. Mel Brooks: Frá fæðingu til frægðar ........................................................ 6 3. Paródían: Fræðileg yfirferð og skilgreining .............................................. 7 4. Blazing Saddles ....................................................................................... 12 5. Young Frankenstein ................................................................................. 18 6. Spaceballs ................................................................................................ 21 7. Lokaorð ................................................................................................... 25 8. Heimildaskrá ........................................................................................... 27 9. Kvikmyndaskrá ....................................................................................... 28 4 1. Inngangur Paródía er leið kvikmyndaheimsins til að setja fram gagnrýni, en hún getur beinst að ákveðinni kvikmyndagrein og vanköntum hennar eða einhverri tilhneigingu innan kvikmyndageirans, svo sem framsetningu kvenna eða fordómum í garð ákveðinna þjófélagshópa. Paródían er einnig góð leið til að sýna aðdáun og virðingu fyrir tilteknu formi eða grein, til dæmis hryllingsmyndaforminu. Hér á eftir verða þrjár kvikmyndir Mel Brooks skoðaðar út frá mismunandi skilgreiningum paródíunnar. Rannsóknin er sett upp í sex kafla. Í fyrsta kafla verður sagt frá manninum á bakvið myndirnar, Mel Brooks. Farið verður yfir feril hans og kvikmyndagerð ásamt því að segja stuttlega frá þeim þrem kvikmyndum sem verða notaðar sem greiningartæki í rannsókninni. Í öðrum kafla verður farið yfir hugtakið paródíu og skilgreiningar þess. Paródían er víðfeðmt hugtak sem ekki allir eru sammála um hvernig á að skilgreina. Í þessari rannsókn verða tvær skilgreiningar paródíunnar skoðaðar sérstaklega; paródían sem beitt ádeila og paródían sem góðlátlegt grín. Auk þess verður kvikmyndaparódían skoðuð og farið yfir mikilvægi sjálfsmeðvitundar í paródíunni og kvikmyndinni. Í næstu þrem köflum verða kvikmyndirnar Blazing Saddles, Young Frankenstein og Spaceballs greindar út frá þessum hugmyndum og sýnt fram á hvað það er sem gerir þessar kvikmyndir að paródíum. Í lokaorðum verða áhrif Mel Brooks síðan skoðuð, hvernig hann og fleiri hrundu af stað ákveðinni bylgju paródískra kvikmynda og hvernig paródíska kvikmyndin er í raun orðin kanóna eða grein. Í ritgerðinni verður leitast við að svara þeirri spurningu hvað það er sem gerir kvikmyndir Brooks að paródíu 5 2. Mel Brooks: Frá fæðingu til frægðar Mel Brooks fæddist Melvin James Kaminsky, 28. júní árið 1926 í Williamsburg hverfinu í New York og var yngstur fjögurra drengja. Faðir hans lést þegar Mel var aðeins tveggja ára gamall og móðir hans, með hjálp frá systur sinni, ól drengina upp. Brooks gekk ekki vel í skóla og brá húmornum fyrir sig í staðinn. Hann notaði húmorinn til að vekja athygli á sér en þegar hann var fjórtán ára gamall fékk hann til dæmis sumarvinnu við það að skemmta fólki við sundlaugarbakka. Leið Brooks inn í skemmtanabransann var því ekki það sem kalla mætti hefðbundin. Brooks gekk í herinn árið 1944 en út frá því fór hann að skemmta hermönnunum þegar dró að lokum stríðsins. Eftir stríð fékk hann vinnu sem trommari á sumardvalarstað í New York ríki en þar komst Brooks í kynni við Sid Ceasar. Brooks fylgdi honum eftir þegar Caesar fékk hlutverk í sjónvarpsþættinum, Your Show of Shows1 (Max Liebman, 1950-54) og varð einn af handritshöfundum þáttanna. Hann skapaði 2000 ára gamla manninn með Carl Reiner2 og tók þátt í að búa til þáttaröðina Get Smart3 (1965-1970) sem aðalhandritshöfundurinn.4 Brooks hefur alla sína tíð verið taugaspenntur og stressaður og er þekktur fyrir undarlega og oft á tíðum brjálæðislega framkomu5 sem endurspeglast í kvikmyndum hans. Hann hefur verið sakaður um að vera ósmekklegur af gagnrýnendum en þessi geðveiki sem birtist í myndum hans er einmitt það sem gerir hann svo dáðan af aðdáendum. Brooks á sér hins vegar líka sínar alvarlegri hliðar og stundar grín sitt af fullri alvöru. 6 Grín, í hans augum, getur auðveldlega þjónað alvarlegum tilgangi en Brooks heldur því fram að það sé ekkert sem ekki sé hægt að fást við í gegnum grín og oft megi 1 Your Show of Shows voru 90 mínútna fjöllistaþættir (e. variety show) sem sýndir voru einu sinni í viku en þar komu meðal annars fram Sid Caesar, Imogen Coca, Carl Reiner, Howard Morris og fleiri. 2 2000 ára gamli maðurinn (e. The 2000 year old man) er skets, sem búinn var til árið 1961, þar sem Carl Reiner leggur alls konar spurningar fyrir Brooks í gervi 2000 ára gamals manns. Oftast var þetta gert án æfingar. 3 Get Smart paródíar njósnamyndir eins og James Bond myndirnar, en þættirnir segja frá klaufalegum spæjara að nafni Maxwell Smart sem vinnur fyrir CONTROL, leynileg njósnasamtök sem berjast gegn KAOS, illum alþjóðlegum samtökum. 4 Paul Gelder og Nick Smurthwaite, Mel Brooks and the Spoof Movie (London: Proteus Books, 1982). Bls 11-19. Framvegis verður vísað í heimildina með nafni höfundar og blaðsíðutali. 5 Hægt væri að nefna mörg dæmi um vitfirringslega framkomu Brooks en sem dæmi má nefna að eitt sinn rændi hann einn að vinnufélögum sínum, Howard Morris. Hann og Morris voru á gangi í New York þegar Brooks henti Morris allt í einu utan í næsta bíl og hótaði að drepa hann ef hann gæfi sér ekki þau verðmæti sem hann hafði á sér. Morris afhenti allt og Brooks hljóp í burtu. Þrem vikum seinna áttaði Brooks sig og baðst afsökunar á uppátækinu. Maurice Yacowar, Method in Madness: The Comic Art of Mel Brooks (New York: St. Martin’s Press, 1981). Bls vi., inngangur. Framvegis verður vísað í heimildina með nafni höfunar og blaðsíðutali. 6 Yacowar, bls vi-vii, inngangur. 6 segja miklu meira um mannlega hegðun, og sérstaklega pólitíska hegðun, með gríni, því það sé alltaf hægt að fela sig á bakvið það.7 Fyrsta kvikmynd Brooks sem verður fjalla um hér á eftir, heitir Blazing Saddles en hún kom út árið 1974. Í stuttu máli fjallar myndin um ungan svartan mann sem kemst í hann krappan eftir að hafa barið yfirmann sinn í höfuðið með skóflu. Myndin gerist þegar vestrið er að byggjast en í þessar kvikmynd tekur Brooks vestrann fyrir, snýr honum á hvolf og afhjúpar fordóma hans og vankanta. Önnur myndin sem skoðuð verður er kvikmyndin Young Frankenstein en hún kom einnig út árið 1974. Sú mynd segir frá ættingja hins alræmda Victor Frankenstein, úr samnefndri sögu Mary Shelley, sem reynir sjálfur að skapa mann. Young Frankenstein er mjög ólík Blazing Saddles. Fyrir utan að í henni er fengist við hryllingsmyndagreinina, þá er hún ekki eins beitt og Blazing Saddles. Young Frankenstein sýnir að paródíur þurfa ekki alltaf taka fyrir kvikmyndagrein, í þessu tilfelli, hryllingsmyndagreinina, og gagnrýna allt sem er að henni, heldur er vel hægt að gera paródíu sem sýnir aðdáun á greininni. Þriðja og síðasta myndin sem tekin verður fyrir er Spaceballs, en hún kom út árið 1987 og tekur fyrir vísindaskáldskaparmyndina. Spaceballs segir frá tilraun íbúa einnar plánetu til þess að ræna andrúmsloftinu frá nágrönnum sínum. Þar siglir Brooks á örlítið önnur mið og tekur iðnaðinn sjálfan meira í gegn en greinina sjálfa, sem og neyslusamfélagið. 3. Paródían: Fræðileg yfirferð og skilgreining Paródían hefur lengi verið vinsælt form í kvikmyndum, allt frá Sherlock Jr. (1924) eftir Buster Keaton til vinsælla teiknimynda eins og Duck Amuck (Chuck Jones, 1953) yfir í nýlegri myndir eins og Austin Powers: International Man of Mystery (Jay Roach, 1997). Kvikmyndir af þessari gerð, til dæmis myndir Mel Brooks, hafa hins vegar ekki alltaf notið mikillar hylli meðal gagnrýnenda en sú litla jákvæða umfjöllun sem þær hafa fengið hefur að mestu leyti snúist um hæfileika þeirra til að hrista upp í staðfestum kvikmyndagreinum og hvernig þær ráðast gegn hefðum innan kvikmyndagerðar.8 Paródísk umræða hefur lengi átt sér stað en það er hins vegar ekki fyrr en á síðustu 20 árum sem að hún hefur rutt sér mikið til rúms innan kvikmyndagerðar. 7 Yacowar, bls 1-2 8 Dan Harries, Film Parody (London: BFI Publishing, 2000). Bls 1 Framvegis

View Full Text

Details

  • File Type
    pdf
  • Upload Time
    -
  • Content Languages
    English
  • Upload User
    Anonymous/Not logged-in
  • File Pages
    30 Page
  • File Size
    -

Download

Channel Download Status
Express Download Enable

Copyright

We respect the copyrights and intellectual property rights of all users. All uploaded documents are either original works of the uploader or authorized works of the rightful owners.

  • Not to be reproduced or distributed without explicit permission.
  • Not used for commercial purposes outside of approved use cases.
  • Not used to infringe on the rights of the original creators.
  • If you believe any content infringes your copyright, please contact us immediately.

Support

For help with questions, suggestions, or problems, please contact us