Írskir Fairies Uppruni, Eðli Og Möguleg Tengsl Við Íslenska Huldufólkshefð

Írskir Fairies Uppruni, Eðli Og Möguleg Tengsl Við Íslenska Huldufólkshefð

Írskir fairies uppruni, eðli og möguleg tengsl við íslenska huldufólkshefð Elísabet Pétursdóttir Lokaverkefni til BA–gráðu í þjóðfræði Félagsvísindasvið Írskir fairies uppruni, eðli og möguleg tengsl við íslenska huldufólkshefð Elísabet Pétursdóttir Lokaverkefni til BA–gráðu í þjóðfræði Leiðbeinandi: Terry Gunnell Félags- og mannvísindadeild Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA–gráðu í þjóðfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa. © Elísabet Pétursdóttir 2012 Reykjavík, Ísland 2012 Útdráttur Þrátt fyrir að íslensk þjóðtrú um álfa og huldufólk hafi viss tengsl við norræna þjóðtrú um náttúruvætti, þá er hún líka undir miklum áhrifum frá keltneskri þjóðtrú um fairies. Ef svo er þá eru þessi áhrif mjög gömul eða allt frá landnámsöld þegar 70% landnámsmanna var kvenfólk frá gelískum löndum, en eftir það rofna þessi beinu tengsl við Írland og Skotland. Í þessari ritgerð verða könnuð elstu form fairies sem þekktust við landnám á miðöldum og þá hvernig nútímaskilningur á fairies hefur orðið til í gegnum árin. Þá verður kannað form sagna um fairies frá svokölluðu Celtic Twilight tímabili eða frá 19. öldinni og til dagsins í dag og inn í þá umræðu fléttast samanburður við íslenskar þjóðsagnir um huldufólk úr safni Jóns Árnasonar, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri þar sem við á. 3 Efnisyfirlit Útdráttur ................................................................................................................................ 3 Efnisyfirlit ............................................................................................................................. 4 Inngangur .............................................................................................................................. 5 1 Hugtök og kenningar ........................................................................................................ 7 1.1 Sagnir ......................................................................................................................... 7 1.2 Þjóðtrú ....................................................................................................................... 8 2 Uppruni fairies á Írlandi ................................................................................................. 12 2.1 Heimildir um Tuatha Dé Danann ............................................................................ 12 2.2 Hvernig komu Tuatha Dé Danann til Írlands ? ....................................................... 13 2.3 Guðir, menn eða djöflar ? ........................................................................................ 13 2.4 Helstu guðir Tuatha Dé Danann .............................................................................. 14 2.5 Hvarf Tuatha Dé Danann í jörðina .......................................................................... 15 2.6 Boð og bönn ............................................................................................................ 16 3 Tengsl Tuatha Dé Danann við fairies ............................................................................. 17 3.1 Áhrif kristni á Tuatha Dé Danann og fairies ........................................................... 17 3.2 Fairies sem dæmdar sálir ........................................................................................ 18 3.3 Fairies og hinir dánu ............................................................................................... 19 4 Söfnun og seinni tíma heimildir um fairies á Írlandi ..................................................... 20 4.1 Flokkun sagna um fairies á Írlandi á 19. og 20. öld ................................................ 22 4.2 Tvö söfn um fairies á Írlandi. .................................................................................. 24 4.3 Visions and Beliefs in the West of Ireland ............................................................... 25 4.4 Meeting the Other Crowd: The Fairy Stories of Hidden Ireland ............................ 26 5 Tegundir sagna um fairies .............................................................................................. 28 5.1 Útlit og eiginleikar fairies á 19. til 20. öld .............................................................. 29 5.2 Fairies á ferðinni: heilagir tímar og staðir .............................................................. 31 5.3 Samskipti fairies við menn á 19.-20. öld ................................................................. 32 5.4 Íslensk álfahefð og möguleg tengsl við írskar hefðir .............................................. 34 Niðurstöður .......................................................................................................................... 37 Heimildir ............................................................................................................................. 39 4 Inngangur Haustið 2012 sat ég stuttan kúrs í írskri þjóðfræði hjá Clionu O´Caroll og kynnti hún þar fyrir okkur írska þjóðfræði og þjóðtrú. Þar kom mér mjög á óvart hversu írskar huldufólkssagnir sem þjóðfræðingar eins Lady Gregory (1920) og Patricia Lysaght (1991) söfnuðu, virtust líkar sögnum af íslensku huldufólki.1 Mér fannst þær hljóma nánast kunnuglega, þrátt fyrir að írsku sagnirnar séu nákvæmari í lýsingum sínum en þær íslensku. Þær endurpegla þó sama kjarnann: lifandi þjóðtrú á huldufólk, sem líkist mönnum í útliti og háttum og lifir af sama landi samhliða þeim, en þó í annari vídd. Röddin er svipuð í þessum sögnum: þær eru sagðar sem staðreyndir, þrátt fyrir hversu þokukennd og óljós sú vitneskja er af þessu huldufólki sem kallast fairies á Írlandi. Þessi líkindi fannst mér forvitnileg og vöktu upp vangaveltur um eðli og bakgrunn írskra huldufólkssagna og hvort um væri að ræða einhverskonar tengsl við íslenska huldufólkshefð. Ljóst er að margir landnámsmenn komu frá Írlandi og Skotlandi og Íslendingar virðast mjög meðvitaðir um þennan írska uppruna fyrstu landnemanna, og þá ekki síst í kvenlegg.2 Í dag virðast Ísland og Írland eiga sameiginlegan lífsseigan átrúnað á verur sem búa í náttúrunni sem kallast fairies á Írlandi og álfar eða huldufólk á Íslandi. Í þessari ritgerð er ætlunin fyrst og fremst sú að reyna að svara spurningunni: hver sé uppruni og eðli hinna írsku fairies, hvernig þeir birtast á 19. til 21. aldar og hvort möguleg líkindi séu með íslenskum huldufólkssögum og írskum fairies. Einnig mun ég bera saman tvö stór írsk sagnasöfn um fairies til að varpa ljósi á eðli slíkra sagna. Í fyrsta kafla ritgerðarinnar er fjallað stuttlega um skilgreiningu á sögnum og þjóðtrú. Annar kafli beinir sjónum að uppruna hina írsku fairies og forverum þeirra, þ.e.a.s þjóð Tuatha Dé Danann sem frá segir í goðsögum Írlands og munu sagnir af því tagi hafa lifað hjá gelískum þrælum Íslendinga við landnám. Meðal annars eru ræddar heimildir um Tuatha Dé Danann og hvað þessar heimildir segja um þá. Í kafla þrjú er svo fjallað um tengsl Tuatha Dé Danann við seinni tíma írska fairies og áhrif kristni á þessar vættir. Kafli fjögur fjallar svo um söfnun og seinni tíma heimildir, flokkun sagna og í kjölfarið er 1 Sagt er að íslenskir álfar vilji láta kalla sig huldufólk fremur en nokkuð annað (Jón Árnason,1954:3) og geri ég því það eftirleiðis í þessari ritgerð. 2 Írskar ættmæður okkar komu til Íslands sem ambáttir og fylgdarkonur norrænna landnema og talið er að snemma hafi borist hingað írsk áhrif (Gísli Sigurðsson, 2000:25; Landnáma, 1958:55). Samkvæmt genarannsóknum Agnars Helgasonar (2004:53) er aðeins 37,5% af kvenleggjum Íslendinga rakin til Noregs og annara Norðurlanda en 62,5% til Skotlands og Írlands. Karlleggur Íslendinga er hinsvegar í 80,5 % tilfella rakinn til Norðurlanda en aðeins 19,5% til Bretlandseyja. Einnig má benda á blóðrannsókn J. A Donegani et al. (1950) í þessu samhengi þar sem kemur fram að Íslendingar eru oftar í sama blóðflokki og Írar og Skotar og í kjölfarið: umræðu Gísla Sigurðsonar (2000:35-40) í Gaelic Influence in Iceland. 5 umfjöllun um tvö söfn. Visions and Beliefs in the West of Ireland, (1992) safnað af Lady Gregory á 19. öld og Meeting the Other Crowd: The Fairy Stories of Hidden Ireland (2003), safnað af Eddie Lenihan á 20. öld. Í kafla fimm fer fram umræða um útlit og atferli þeirra, heilaga tíma og staði og samskipti við menn. Ég mun einnig skoða möguleg líkindi írskrar hefðar við íslenska huldufólkshefð og sá samanburður fléttast einnig inn í fyrri kafla þar sem við á. 6 1 Hugtök og kenningar 1.1 Sagnir Í þessum kafla verður hugtakið sögn skilgreint og fjallað almennt um ólíkar gerðir sagna. Fræðimönnum fannst lengi vel ekki ástæða til þess að veita sögninni sérstaklega athygli og rannsóknir og greining á sögnum hefur því verið af skornum skammti eða þar til á síðustu áratugum. Helst hefur það staðið sögninni fyrir þrifum, hversu form hennar er fljótandi og oft hluti af samtölum fólks og því hefur hún ekki þótt eins áhugaverð og annað munnlegt frásagnarefni. Skilgreining þjóðsagnafræðinnar hefur því verið að sögn sé stutt einþátta frásögn sem felur í sér sannleik, í þeim skilningi að áheyrendur leggja trúnað á efni hennar (von Sydow, 1978:66). Til greiningar hefur sögn oft verið stillt upp sem andstæðu ævintýris, sem hefur fastmótað upphaf, miðju og endi og krefst þess ekki að því sé trúað. Ólíkt sögn, býður ævintýrið upp á veröld þar sem ekkert kemur á óvart og frásagnarliðirnir eru kyrfilega innrammaðir í frekar fyrirsjánlega framvindu. Jakob Grimm var fyrstur til þess að staðsetja sögn sem andstæðu ævintýris, en einnig benti hann á að í sögninni mætast

View Full Text

Details

  • File Type
    pdf
  • Upload Time
    -
  • Content Languages
    English
  • Upload User
    Anonymous/Not logged-in
  • File Pages
    43 Page
  • File Size
    -

Download

Channel Download Status
Express Download Enable

Copyright

We respect the copyrights and intellectual property rights of all users. All uploaded documents are either original works of the uploader or authorized works of the rightful owners.

  • Not to be reproduced or distributed without explicit permission.
  • Not used for commercial purposes outside of approved use cases.
  • Not used to infringe on the rights of the original creators.
  • If you believe any content infringes your copyright, please contact us immediately.

Support

For help with questions, suggestions, or problems, please contact us