After 6 Tattoos Húðflúr í Reykjavík Brynjar Ingi Lyngberg Andrésson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Desember After Six Tattoos Húðflúr í Reykjavík Brynjar Ingi Lyngberg Andrésson Lokaritgerð til BA-prófs í grafískri hönnun Leiðbeinandi: Dóra Ísleifsdóttir Grafísk hönnun Hönnunar- og arkitektúrdeild Desember 2016 Ritgerð þessi er 6 eininga lokaritgerð til BA-prófs í Grafískri hönnun. Óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi höfundar. Úrdráttur Í þessari ritgerð skoða ég hvar húðflúrsmenningin er stödd í dag og hvernig hún komst þangað. Ég skoða ritgerð Eggerts Orra Hermannssonar mannfræðings: „Rof og umskipti, Samskipti Tahítíbúa og Evrópumanna og áhrif á húðflúrsmenningu svæðanna“ (2012) til þess að skilja endurris húðflúrsmenningarinnar í Evrópu í byrjun 19. aldar. Ég kynni mér bókina Forever the new tattoo þar sem fjallað er um, í formála bókarinnar, Sutherland Macdonald sem var einn að frumkvöðlum húðflúrunar í Evrópu. Hann flúraði mikið af konungsfólki Vestur-Evrópu sem varð til þess að húðflúr urðu feikilega vinsæl. Þaðan barst menningin til Rússlands og inn í fangabúðirnar. Ég kynni mér skrautlegt myndmál sem þar varð til. Til þess að gefa umfjöllun minni meiri breidd kynni ég mér einnig húðflúrsmenningu gengja í mið og norður Ameríku. Því næst lít ég mér nær og skoða hvað varð til þess að húðflúr varð eins vinsælt í okkar samfélagi og raun ber vitni. Ég velti fyrir mér afleiðingunum sem þessar vinsældir gætu haft á menninguna til lengri tíma. Auk þess kynni ég ykkur fyrir minni eigin starfsemi og segi frá því hvað mótaði strauma og stefnur húðflúrstofunar After 6. Í lokin kemst ég svo að þeirri niðurstöðu að húðflúrsmenningin hefur vissulega verið dregin niður á lægra plan með tilkomu raunveruleikaþátta og fleira, n en þó bjartar blikur á lofti í húðflúrsheimum og engin ástæða til að örvænta. Efnisyfirlit Inngangur .................................................................................................................................. 4 1. Hvað er húðflúr? .................................................................. Error! Bookmark not defined. Afhverju fær fólk sér húðflúr? ......................................................................................... 7 Hvernig eru húðflúr gerð? ................................................................................................ 8 2. Húðflúr í áranna rás .......................................................................................................... 9 Sæfarar ................................................................................................................................ 9 Rússnensk fangelsi og þrælabúðir .................................................................................. 11 Götugengið MS13 ............................................................................................................. 13 3. Öld mjúkra húðflúra ....................................................................................................... 14 Húðflúr, ríkjandi stefna .................................................................................................. 15 4. Upphafið að endinum ...................................................................................................... 16 After 6 ............................................................................................................................... 17 Helgisiður .......................................................................................................................... 18 Stíll í húðflúrun; minn stíll .............................................................................................. 19 Lokaorð ................................................................................................................................... 20 Heimildaskrá ........................................................................................................................... 22 Myndaskrá ............................................................................................................................... 23 Inngangur Í þessari ritgerð ætla ég að skoða hvar húðflúrsmenningin er stödd í dag og hvernig hún komst þangað. Enginn vafi leikur á því að húðflúr eru orðin gríðarlega vinsæl, en ég lýsi því engu að síður nánar í ritgerðinni. Ég ætla skoða hvað varð til þess og hvernig áhrif það mun hafa á menninguna til lengri tíma. Einnig ætla ég að skoða hvernig húðflúr hafa verið notuð í mismunandi menningarheimum í gegnum aldirnar og setja það í samhengi við það sem er að gerast í Reykjavík í dag, sem og í samhengi við mína starfsemi og stíl. Ég ætla skoða hvort tattooið sé búið að missa sjarman sem það hafði sökum gríðalegra vinsælda? Í fyrsta kafla byrja ég á að útskýra hvað húðflúr er. Mörgum þykja húðflúr framandi enn í dag, þrátt fyrir að flestallir ættu að vera orðnir þaulvanir því að sjá húðflúrað og að því er virðist skuggalegt fólk víðsvegar í hvunndeginum. Ég kynni mér margvíslegar ástæður þess að fólk ákveður að fá sér tattoo og nýti mér bókina Customizing the Body: The Art and Culture of Tattooing við það. Í henni hefur höfundurinn Clinton R. Sanders gert margvíslegar rannsóknir og talað við gríðarlega mikið af fólki sem skartar húðflúrum. Einnig skoða ég hvað Scott Campbell hefur að segja. Hann er án efa einn frægasti húðflúrari heimsins í dag, þó svo deila megi um ágæti flúranna sem hann gerir. Ég rýni í viðtal sem Victoria Camblin tekur við hann fyrir tímarið 032c. Því næst ætla ég skoða hvað læknar hafa að segja um ágæti húðflúra og mögulega skaðsemi þeirra. Í öðrum kafla ætla ég að skoða endurris húðflúrsins í Evrópu. Til þess mun ég kynna mér ritgerð Eggerts Orra Hermannssonar mannfræðings: „Rof og umskipti, Samskipti Tahítíbúa og Evrópumanna og áhrif á húðflúrsmenningu svæðanna“ (2012). Þar fjallar hann um ferðir landkönnuðarins James Cook til Tahíti. Þar myndaðist sterkt samband milli landkönnuða og frumbyggja sem varð til þess að landkönnuðurnir þorðu að sitja varnarlausir og láta húðflúra sig af heimamönnum. Þessi húðflúr urðu einskonar sannanir fyrir framandi ferðum þeirra. Þegar til Evrópu var komið urðu þeir allra flúrðustu sýningargripir sem fólk hreifst mikið af. Í frammhaldi af þessu styðst ég við bókina Forever the new tattoo. Þar segir í formála bókarinnar frá Sutherland nokkrum Macdonald. Hann var einn af fyrstu frægu húðflúrurum Evrópu snemma á 19. öldinni. Hann var einkar vinsæll meðal kongungborinna og flúraði margann prinsinn og prinsessuna. Á þessum tíma var það nánast einungis hefðarfólk sem bar húðflúr en það átti nú heldur betur eftir að breytast. Frá Vestur-Evrópu ætla ég að færa mig yfir til Rússlands. Ég ættla að kynna mér stuttlega þær pólitísku rótanir sem urðu til þess að tugir þúsunda einstaklinga voru 4 handsamaðir og færðir í fanga- og þrælkunarbúðir. Síðan ætla ég að nota bókaröðina Russian Criminal Tattoo Encyclopedia Volume 1-3 til þess að kynna mér í þaula þann myndheim sem skapaðist í kringum húðflúr fanganna. Þeir þróuðu með sér flókið tungumál sem sagði til um aldur og fyrri störf einstaklingsins sem bar húðflúrin. Sem betur fer var þessi heimur vel skrásettur og hefur þessi stíll farið sem eldur í sinu um tattooheima eftir að þessar bækur voru gefnar út. Ósanngjarnt væri að fjalla um húðflúrsmenningu án þess að gefa Rómönsk- Amerísku frændum okkar einhvern part. Því mun ég gera það. Ég ætla taka sérstaklega fyrir MS13, eitt stærsta og hræðilegasta götugengi veraldar. Þeir hafa notað húðflúr á grófari hátt heldur en þekkist nokkurstaðar. Þeir hika ekki við að fá sér húðflúr yfir allt andlitið til að sýna hollustu sína við gengið. Þetta er þó að breytast og er þessi menning á undanhaldi, á sama tíma og gríðarleg aukning er í húðflúrum almennt og má með sanni segja að húðflúr hafa aldreið verið jafn vinsæl meðal almennings og nú. Frá svörtustu gettóum Ameríku ætla ég svo að færa mig yfir á gráar götur Reykjavíkur. Þaðan ætla ég að hætta mér inn á samlokustaðinn Joe and the Juice. Ekki til þess að fá mér samloku né djús, heldur til þess að virða fyrir mér starfsólkið. Það virðist vera ráðið út frá því hversu áberandi húðflúr það ber. Þaðan ætla ég síðan að skella mér á völlinn og skoða fótboltastrákana. Þeir eru nefnilega kafflúraðir líka. Allt mun þetta tengast saman við umfjöllun mína á íslenska húðflúrsmenningu í dag. Í fjórða kafla snúast spjótin að sjálfum mér. Ég ætla að segja ykkur frá hvernig Arduino áfanginn í Listaháskólanum varð til þess að tattoobyssa í fangelsisstíl var búin til og hvernig fólk beið í röðum eftir að láta flúra sig með henni. Ég ætla skoða hvernig meiginstraumar í íslenskri húðflúrsmenningu höfðu áhrif á hóp að fólki sem kaus að fá sér tattoo í eftirpartíum í stað þess að fara á vottaða stofu og hvernig ég sjálfur þróaðist sem húðflúrari á meðan, sem síðar leiddi til stofnunar húðflúrsstofunar After 6. Við munum koma til með að skoða hvernig þetta tengist inn á svið helgisiða með hjálp bókarinnar Rituals and belief eftir mannfræðinginn David Hicks. Þar skoðum við útskýringar fræðimanna á hugtakinu og berum saman við það sem á sér stað á After 6. Að lokum munum við síðan skoða mismunandi stíla í húðflúri með það að markmiði að greina minn eigin stíl. Hvaðan hann kemur og hvert hann er að fara. Í þessari ritgerð ætla ég að komast að því afhverju fólk ákveður að fá sér húðflúr á Öld mjúkra tattooa og jafnframt greina sem frekast er unnt án rannsókna og á grunni fyrirliggjandi heimilda hvort og hvernig After6 og ég sem tattoo artisti tengist sögu 5 húðflúrs, hlutverki þess á líkama fólks
Details
-
File Typepdf
-
Upload Time-
-
Content LanguagesEnglish
-
Upload UserAnonymous/Not logged-in
-
File Pages35 Page
-
File Size-