Hagræn Áhrif Kvikmyndalistar Eftir Ágúst Einarsson Prófessor Er Fyrsta Bókin Sem Kemur Út Á Íslensku Um Hagfræði Kvikmynda

Hagræn Áhrif Kvikmyndalistar Eftir Ágúst Einarsson Prófessor Er Fyrsta Bókin Sem Kemur Út Á Íslensku Um Hagfræði Kvikmynda

Ágúst Einarsson Um bókina Hagræn áhrif kvikmyndalistar eftir Ágúst Einarsson prófessor er fyrsta bókin sem kemur út á íslensku um hagfræði kvikmynda. Í henni er greint frá þróun kvikmynda sem hluta af menningu og skapandi atvinnugreinum, jafnt hér á landi sem erlendis. Lýst er hvernig skapandi atvinnugreinar geta orðið einn Ágúst Einarsson helsti atvinnuvegurinn hérlendis á 21. öldinni. Menningin skiptir miklu máli í efnahagslífi okkar og sóknarfærin eru mörg. Fjallað er um eftirspurn eftir kvikmyndum sem og framboð og framleiðslu þeirra en mikil áhætta fylgir Hagræn áhrif kvikmyndalistar þessari atvinnugrein. Íslendingar hafa ýmiss konar hlutfallslega yfirburði í kvikmyndagerð enda hafa þeir náð langt á því sviði. Opinberir aðilar gegna mikilvægu hlutverki í því að styðja kvikmyndaiðnað enda skilar hver króna sem hið opinbera veitir í þann málaflokk fimmfalt hærri fjárhæð til hins opinbera. Kvikmyndaiðnaður er nú þegar mikilvægur þáttur í efnahagslífi okkar og getur orðið enn stærri. Töluleg rök eru færð fyrir öllum niðurstöðum en Ágúst skrifaði fyrir nokkrum árum bókina, Hagræn áhrif tónlistar, þar sem sýnt var fram á mikilvægi tónlistariðnaðar hérlendis. Í þessari bók heldur Ágúst áfram á sömu braut og greinir kvikmyndaiðnaðinn og lýsir hagstærðum honum tengdum á ítarlegan hátt en í bókinni eru fjölmargar myndir og töflur. Auk þess eru birt stutt æviágrip þrjátíu og fimm innlendra og erlendra einstaklinga sem hafa sett svip sinn á kvikmyndir síðastliðin eitt hundrað ár. Mikill fengur er að þessari bók fyrir alla sem láta sig menningu, og þá sérstaklega kvikmyndir, varða. Um höfundinn Dr. Ágúst Einarsson er prófessor við Háskólann á Bifröst og fyrrverandi rektor skólans. Hann nam rekstrarhagfræði í Þýskalandi og varði doktorsritgerð sína við Háskólann í Hamborg. Ágúst starfaði um árabil sem framkvæmda- stjóri við útgerð og fiskvinnslu í Reykjavík. Hann hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan atvinnulífsins og setið m.a. í stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, Samtaka fiskvinnslustöðva, Vinnuveitendasambands Íslands og Granda. Hann hefur ennfremur verið stjórnarformaður í mörgum fyrirtækjum. Ágúst tók virkan þátt í stjórnmálum á sínum tíma og var alþingismaður frá 1995 til 1999 og sat einnig á Alþingi 1978 til 1979. Hann hefur gegnt mörgum opinberum störfum og var m.a. formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, Samninganefndar ríkisins og Framtakssjóðs Íslands auk þess sem hann sat í stjórnum Landsvirkjunar og Borgarleikhússins. Ágúst var um árabil prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og var þar skorarformaður og deildarforseti. Ágúst hefur gefið út margar bækur, þar á meðal Greinasafn I og II, Rekstrarhagfræði, Verkefni í rekstrarhagfræði og Hagræn áhrif tónlistar. Hann hefur skrifað margar greinar í vísindatímarit um rekstrarhagfræði, sjávarútveg og menningu sem og kafla í bækur og ráð- stefnurit. Ágúst hefur flutt fjölmörg erindi á alþjóðlegum vísindaráðstefnum ISBN 978-9935-9093-0-5 og er nú varaforseti Evrópusamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja og frum- kvöðla en það eru samtök evrópskra fræðimanna á sviði rannsókna. Ágúst er kvæntur Kolbrúnu Sigurbjörgu Ingólfsdóttur, lífeindafræðingi og sagn- 9 7 8 9 9 3 5 9 0 9 3 0 5 fræðingi, og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. Ágúst Einarsson 2012 Hagræn áhrif kvikmyndalistar ©Ágúst Einarsson Útgefandi: Háskólinn á Bifröst Hönnun og umbrot: Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja Bók þessa má eigi afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun, hljóðritun, eða á annan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfundar og útgefanda. Printed in Iceland ISBN-978-9935-9093-0-5 Til Elísabetar Unu Ágústsdóttur og Kristrúnar Ágústsdóttur Efnisyfirlit Formáli . 9 Formáli að rafrænni útgáfu . 12 1. Kvikmyndir, menning og saga . 13 1.1 . Hagfræði .og .skapandi .greinar . 13 1.2 . Menningarneysla .hérlendis .í .fjölþjóðlegum .samanburði . 24 1.3 . Upphaf .kvikmynda .erlendis . 29 1.4 . Kvikmyndir .hérlendis .til .ársins .1979 . 33 2. Eftirspurn og framboð . 41 2.1 . Eftirspurn .einstaklinga . 41 2.2 . Framboð .kvikmynda . 50 2.2.1 . Grunnatriði .framleiðslu . 50 2.2.2 . Hlutfallslegir .yfirburðir .og .virðiskeðja . 57 2.2.3 . Framleiðendur, .ytri .stærðarhagkvæmni .og .óvissa . 65 3. Hlutverk hins opinbera við kvikmyndagerð . 75 3.1 . Hvers .vegna .eiga .stjórnvöld .að .styðja .kvikmyndagerð? . 75 3.2 . Fjármögnun .kvikmynda . 87 3.2.1 . Kvikmyndamiðstöð .Íslands, .opinber .framlög .og .úthlutanir . 87 3.2.2 . Endurgreiðsla .á .kostnaði .vegna .kvikmyndagerðar . 92 3.2.3 . Önnur .fjármögnun . 96 3.3 . Áhrif .kvikmyndaiðnaðar .á .vinnumarkað, .ferðaþjónustu .og . ríkisfjármál . 101 3.4 . Löggjöf, .eftirlit .og .söfn . 109 3.4.1 . Lög .er .varða .kvikmyndir . 109 3.4.2 . Eftirlit .með .kvikmyndum . 116 3.4.3 . Kvikmyndasafn .Íslands . 119 4. Framleiðsla, dreifing og afkoma . 123 4.1 . Framleiðsla . 123 4.1.1 . Fjöldi .frumsýndra .kvikmynda .og .framleiðsluland . 123 4.1.2 . Langar, .leiknar, .íslenskar .kvikmyndir .frá .árinu .1980 . 127 4.1.3 . Íslenskir .framleiðendur . 134 4.2 . Dreifing .og .sýningar . 137 4.2.1 . Dreifing .kvikmynda . 137 4.2.2 . Dreifingaraðilar, .kvikmyndahús .og .sýningarsalir . 143 4.2.3 . Aðsókn .að .kvikmyndahúsum . 153 4.2.4 . Kvikmyndahátíðir . 159 4.2.5 . Sjónvarp, .mynddiskar .og .tölvur . 161 Efnisyfirlit 7 4.3 . Rekstur .og .efnahagur .fyrirtækja . 167 4.3.1 . Framleiðsla . 167 4.3.2 . Dreifing . 172 4.3.3 . Kvikmyndahús . 175 4.3.4 . Myndabandaleigur . 178 5. Mennta- og félagskerfi kvikmyndafólks . 183 5.1 . Menntun .í .kvikmyndaiðnaði . 183 5.2 . Félög .kvikmyndafólks . 187 5.3 . Edduverðlaunin . 189 6. Niðurstöður og framtíðarhorfur . 201 6.1 . Kvikmyndir, .menning .og .saga . 201 6.2 . Eftirspurn .og .framboð . 202 6.3 . Hlutverk .hins .opinbera .við .kvikmyndagerð . 203 6.4 . Framleiðsla, .sýningar .og .afkoma . 204 6.5 . Mennta- .og .félagskerfi . 205 Skrá yfir myndir og töflur . 207 Nafnaskrá . 211 Atriðaorðaskrá . 219 Heimildaskrá . 227 Æviágrip Akira .Kurosawa . 120 Kristbjörg .Kjeld . 116 Alfred .Hitchcock . 102 Leni .Riefenstahl . 156 Brigitte .Bardot . 19 Loftur .Guðmundsson . 126 Charles .Chaplin . 37 Marilyn .Monroe . 138 Clark .Gable . 77 Marlene .Dietrich . 49 David .Attenborough . 16 Marlon .Brando . 34 Elizabeth .Taylor . 185 Orson .Wells . 188 Federico .Fellini . 63 Óskar .Gíslason . 148 Frank .Sinatra . 168 Ósvaldur .Knudsen . 152 Friðrik .Þór .Friðriksson . 68 Paul .Newman . 143 Greta .Garbo . 81 Peter .Sellers . 161 Gunnar .Eyjólfsson . 92 Sean .Connery . 43 Humphrey .Bogart . 30 Sergei .Eisenstein . 58 Ingmar .Bergman . 25 Shirley .Temple . 186 Jean .Gabin . 72 Sophia .Loren . 133 Jean-Luc .Godard . 88 Steven .Spielberg . 178 John .Huston . 108 Walt .Disney . 54 Katharine .Hepburn . 97 Formáli Flestir jarðarbúar hafa einhvern tímann farið í kvikmyndahús eða séð kvikmynd í sjónvarpi. Þegar hugsað er til þess að þessi afþreying hafi ekki verið til fyrir rúmum eitt hundrað árum er ljóst að mikið hefur breyst á þeim tíma. Tilurð kvikmynda er alls ekki eini þátturinn sem hefur valdið breytingum og er vissulega ekki sá mikilvægasti en kvikmyndir og þróun þeirra lýsa þó vel því gífurlega umróti sem sam- félög manna hafa gengið í gegnum á þeim rúmlega eitt hundrað árum síðan kvikmyndir litu dagsins ljós. Fólksfjöldinn á jörðinni hefur fimm- faldast síðustu hundrað árin en á tvö þúsund árum þar á undan hafði fólksfjöldinn tífaldast. Það er því varla hægt að bera samfélög manna nú saman við þau samfélög sem voru við lýði fyrir nokkrum hundruð árum. Íslendingar þekkja þessa þróun vel en hér var sár fátækt vel fram á síðustu öld en þá rættist úr fyrir okkur. Lífskjör bötnuðu til muna, tækniþróun varð ör og mikil fólksfjölgun átti sér stað. Hugsanlega verða jafnmiklar breytingar á þessari öld en hverjar þær nákvæmlega verða getur enginn sagt til um, ekkert frekar en fyrir eitt hundrað árum. Í þessari bók er brugðið birtu á hagræn áhrif kvikmynda. Slíkt hefur ekki verið gert áður á þessu formi hérlendis en fyrir nokkrum árum kom út bók eftir mig sem nefnist Hagræn áhrif tónlistar þar sem áhrif tónlistar voru greind á hagfræðilegan hátt. Listir hafa alltaf heillað mig, ekki einungis sem upplifun sem gleður og bætir heldur einnig sem mikilvægur þáttur í efnahagslífinu. Í rannsóknum mínum á hagrænum áhrifum tónlistar kom í ljós að umfang tónlistariðnaðarins er mikið hérlendis og framlag tónlistar til verðmætasköpunar er umtalsvert. Reyndar er menningin mikilvægur og stór atvinnuvegur hérlendis og þar eru mörg tækifæri í þessum heimi breytinga. Það er eitthvað heillandi við kvikmyndir, eitthvað dulúðugt sem hrífur fólk með sér. Flest börn hérlendis þekkja þá tilfinningu og margir varðveita hana alla ævi. Spennan við að fá að fara í bíó var mikil á uppvaxtarárum mínum í Vesturbænum í Reykjavík. Í barnæsku minni var hægt að sjá kvikmyndir á vegum kirkjunnar í Tjarnarbíói. Síðar 10 Hagræn áhrif kvikmyndalistar fékkst leyfi til að fara á barnasýningar í Trípólíbíói, í Stjörnubíói eða jafnvel í Austurbæjarbíói en ekki nema einu sinni í mánuði. Stundum var reynt var að fá að fara oftar með þeim rökum að oft væri verið að sýna framhaldsmyndir sem ekki mætti missa af. Prógrömm voru skipti- vara og myndir af kvikmyndastjörnunum voru eftirsóttar. Kúrekinn Roy Rogers og hesturinn hans, Trigger, gátu allt og enginn stóðst Tarzan snúning. Friðrik Þór Friðriksson, okkar helsti kvikmyndaleik- stjóri, hefur lýst þessum tíma vel í kvikmyndinni Bíódagar. Samt eiga allir ólíkar minningar um kvikmyndir og sérhver kynslóð man eftir sínu kvikmyndaumhverfi í æsku og þær minningar eru lífseigar. Þessi bók er skipulögð þannig að

View Full Text

Details

  • File Type
    pdf
  • Upload Time
    -
  • Content Languages
    English
  • Upload User
    Anonymous/Not logged-in
  • File Pages
    247 Page
  • File Size
    -

Download

Channel Download Status
Express Download Enable

Copyright

We respect the copyrights and intellectual property rights of all users. All uploaded documents are either original works of the uploader or authorized works of the rightful owners.

  • Not to be reproduced or distributed without explicit permission.
  • Not used for commercial purposes outside of approved use cases.
  • Not used to infringe on the rights of the original creators.
  • If you believe any content infringes your copyright, please contact us immediately.

Support

For help with questions, suggestions, or problems, please contact us