Hald Vort Og Traust BA Final

Hald Vort Og Traust BA Final

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði „Hald vort og traust“ Söguskoðun í hátíðarræðum íslenskra forsætisráðherra 1944-2014 Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Viðar Snær Garðarsson Kt.: 0612912379 Leiðbeinandi: Guðni Th. Jóhannesson Maí 2015 Ágrip Nánast á hverju ári frá lýðveldisstofnun hafa íslenskir forsætisráðherrar flutt tvenns konar hátíðarræður, þjóðhátíðarræðu þann 17. júní og áramótaræðu 31. desember. Þar hafa þeir fjallað um íslenska sögu og menningu og hlutverk þessa tvenns fyrir íslenskt samfélag. Hátíðarræðurnar hafa sáralítið breyst á lýðveldistímanum, hvorki að formi né inntaki, þó að sjá megi nokkurn blæbrigðamun á hvað varðar hina ráðandi söguskoðun íslenskrar þjóðareiningar. Áhersla ræðanna er á þá söguskoðun sem var ráðandi í íslensku samfélagi lengst af á 20. öldinni og af ræðunum að dæma er enn ráðandi meðal íslenskra stjórnmálamanna. Þessi söguskoðun sýnir sögu Íslands sem sögu sameinaðrar, kjarkmikillar þjóðar í andstöðu við erlent vald. Söguskoðunin ber sterkan svip af sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, enda varð hún til samhliða henni og gegndi m.a. þeim tilgangi að sýna fram á sérstöðu Íslendinga og á grundvelli þess réttlætingu sjálfstæðs lýðveldis á Íslandi. Þrátt fyrir að allar ræðurnar hafi verið fluttar eftir fullnaðarsigur í sjálfstæðisbaráttunni lýsa forsætisráðherrarnir áframhaldandi framvindu sögunnar sem ævarandi, eða eilífri, sjálfstæðisbaráttu. Henni hafi alls ekki lokið þann 17. júní 1944 heldur standi Íslendingar stöðugt frammi fyrir ógn við sjálfstæði sitt. Þessi ógn er til að mynda sundurlyndi þjóðarinnar og erlent vald. Ástæður þess hversu keimlíkar ræðurnar hafa verið frá upphafi liggja fyrst og fremst í því frá hvaða sjónarhorni ráðherrarnir hafa litið íslenska sögu og hvaða tilgangi hún gegnir í samtímanum. Þjóðernisstefnan er þar í fyrirrúmi, sem og atvinnu- og efnahagslíf Íslendinga. Af þessu tvennu litast nánast öll umræða hátíðarræða forsætisráðherra lýðveldisins Íslands. Inngangur ......................................................................................................................................................................... 1 Aðferðafræði ................................................................................................................................................................... 2 Forsætisráðherrarnir ....................................................................................................................................................... 3 Um ræðurnar ................................................................................................................................................................... 5 Hlutverk sögunnar .......................................................................................................................................................... 8 Drifkraftur sögunnar ................................................................................................................................................... 12 Þjóðveldisöldin ............................................................................................................................................................ 17 Aflvakning .................................................................................................................................................................... 20 Framfarir ....................................................................................................................................................................... 23 Hin eilífa sjálfstæðisbarátta ........................................................................................................................................ 29 Söguskoðun .................................................................................................................................................................. 32 Þjóðareining ................................................................................................................................................................. 36 Þróun ræðanna ............................................................................................................................................................. 39 Flokkapólitík ................................................................................................................................................................. 46 Þjóðmenning ................................................................................................................................................................ 49 Menningararfur ............................................................................................................................................................ 54 Helgileikur sögunnar ................................................................................................................................................... 55 Niðurstöður .................................................................................................................................................................. 57 Heimildaskrá ................................................................................................................................................................. 59 Inngangur Frá stofnun lýðveldisins Íslands á Þingvöllum þann 17. júní árið 1944 hafa forsætisráðherrar Íslands flutt hátíðarræður að minnsta kosti tvisvar sinnum á ári: Annars vegar á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, og hins vegar áramótaræðu á gamlársdag. Í ræðunum hafa ráðherrarnir talað um sögu Íslands og menningu, lýst pólitískri stefnu sinni og stefnumótun ríkisstjórnar sinnar, rætt ýmis samtímaviðfangsefni, fréttir og tíðindi líðandi stundar og lýst framtíðarsýn sinni fyrir íslensku þjóðina. Efnistök ræðanna eru fjölbreytt en engu að síður eru þær keimlíkar. Þannig ber t.d. á innra samræmi hátíðarræðanna, forsætisráðherrar hafa vísað í liðnar ræður og mikill samhljómur hefur oft verið á orðræðu þeirra. Sérstaklega er þetta áberandi þegar kemur að því hvernig ráðherrarnir tala um sögu og menningu þjóðarinnar. Án efa eru margar ástæður fyrir þessu. Sú söguskoðun sem birtist í ræðunum hefur verið ráðandi í samfélaginu1 og gera má ráð fyrir því að flestir ráðherranna hafi lært hana í skóla. En sagan er engu að síður notuð í hagnýtum tilgangi. Hún er notuð til að sýna fram á, búa til, eða til að viðhalda ákveðnum þjóðernissinnuðum gildum. Gildum sem virðast eðlislæg þjóðinni samkvæmt þessari söguskoðun. Söguna og menninguna líta ráðherrarnir frá sjónarhorni atvinnulífsins og efnahagsmála þjóðarinnar fyrst og fremst. Mikilvægt hugtak í því samhengi er „hin eilífa sjálfstæðisbarátta“, sem m.a. Guðmundur Hálfdanarson hefur fjallað um, og einnig Eiríkur Bergmann. Hópur ráðherranna er nokkuð einsleitur. Með einni undantekningu eru þetta karlar, flestir langskólagengnir. Þeir eru atvinnustjórnmálamenn. Helsta frávikið frá þessari staðalímynd er Jóhanna Sigurðardóttir. Hún er eina konan, hún er opinberlega samkynhneigð, hún hefur enga framhaldsmenntun, einn mjög fárra vinstri sinnaðra forsætisráðherra á lýðveldistíma og hún var forsætisráðherra ríkisstjórnar Íslands sem tók við eftir stærsta efnahagshrun lýðveldissögunnar, einu hreinu vinstri stjórnar lýðveldissögunnar. Hennar söguskoðun er engu að síður í fáu frábrugðin hinna ráðherranna. Hún talar um þátt kvenna í Íslandssögunni en söguskoðun hennar er hins vegar keimlík hinni hefðbundnu þjóðernissinnuðu, pólitísku söguskoðun forsætisráðherra íslenska lýðveldisins. En hvað er það þá sem veldur þessari söguskoðun? Er það menntun? Er það almenn ráðandi söguskoðun? Er það reynsla og staða hvers og eins? Er það pólitískt embætti forsætisráðherra? Eða er það pólitísk afstaða þeirra? Hér á eftir mun ég greina þá söguskoðun sem birtist í hátíðarræðum íslenskra forsætisráðherra frá lýðveldisstofnun og frá hvaða sjónarhorni þeir hafa litið á og notað íslenska sögu og menningu. Ég mun reyna að draga fram hvað er líkt í orðræðu 1 Hér er átt við íslenskt samfélag í víðum skilningi. Þessi söguskoðun er ekki ráðandi innan háskólasamfélagsins og hefur ekki verið síðustu tvo til þrjá áratugina a.m.k. 1 ráðherranna og sömuleiðis ólíkt, ef eitthvað er. Ég skoða hvort umræðan breytist eitthvað með árunum og breyttum áherslum og nýjum rannsóknum íslenskra sagnfræðinga og hvernig ráðherrarnir hafa notað söguna í pólitískum tilgangi. Einnig mun ég kanna hvort stjórnmálaskoðanir ráðherranna skipti máli í þessu samhengi. Til þess styðst ég fyrst og fremst við hátíðarræðurnar sjálfar en einnig ýmsa fræðilega umræðu, svo sem um íslenska söguskoðun, menningararf og framfarir. Allt þetta leiðir til meginspurningar ritgerðarinnar: Hvers vegna og í hvaða tilgangi tala ráðherrarnir um söguna? Hvað er það sem hefur áhrif á söguskoðun þeirra og mótar hana? Aðferðafræði Til grundvallar þessari ritgerð liggja hátíðarræður forsætisráðherra íslenska lýðveldisins, það er frá lýðveldisstofnun 1944 og til ársins 2014. Heildarfjöldi ræðanna á tímabilinu er 142, fimm þeirra hef ég ekki fundið og því liggja 137 hátíðarræður til grundvallar ritgerðinni. Langflestar þeirra, eða 120, voru fluttar af ráðherrum Framsóknar- eða Sjálfstæðisflokks. Flestar ræðurnar fundust í dagblöðum, einna helst í Morgunblaðinu enda er það eina dagblaðið sem hefur verið gefið út samfleytt allan þennan tíma. Sumar ræður var ekki að finna í Morgunblaðinu og leitaði ég þá í flokksblöðum, eftir flokki forsætisráðherra þess tíma (Alþýðublaðið fyrir Alþýðuflokkinn og Tíminn fyrir Framsóknarflokkinn) og einnig í Vísi og Þjóðviljanum. Nýjustu ræðurnar

View Full Text

Details

  • File Type
    pdf
  • Upload Time
    -
  • Content Languages
    English
  • Upload User
    Anonymous/Not logged-in
  • File Pages
    66 Page
  • File Size
    -

Download

Channel Download Status
Express Download Enable

Copyright

We respect the copyrights and intellectual property rights of all users. All uploaded documents are either original works of the uploader or authorized works of the rightful owners.

  • Not to be reproduced or distributed without explicit permission.
  • Not used for commercial purposes outside of approved use cases.
  • Not used to infringe on the rights of the original creators.
  • If you believe any content infringes your copyright, please contact us immediately.

Support

For help with questions, suggestions, or problems, please contact us