Fréttatilkynning 1 2 / 3 0 / 2 0 1 6 Viðskiptayfirlit 2016 – Nasdaq Iceland Reykjavík, 30. desember, 2016 – Nasdaq (Nasdaq:NDAQ) gefur reglulega út viðskiptayfirlit fyrir kauphallir sínar á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Dregin hafa verið saman helstu atriði yfir viðskipti á Nasdaq Iceland á liðnu ári, 2016. „Aukin virkni hlutabréfaviðskipta á árinu er mikið gleðiefni og í hlutfalli af markaðsvirði skráðra félaga er viðskiptamagnið nú ekki fjarri því sem það er í öðrum kauphöllum Nasdaq á Norðurlöndunum. Á hinn bóginn var verðþróun á innlendum hlutabréfamarkaði á árinu heldur óhagstæð fjárfestum þegar á heildina er litið.“ , segir Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Nasdaq Iceland. „Skuldabréf gáfu ágæta ávöxtun á árinu, sérstaklega óverðtryggð bréf, og átti megnið af verðhækkun skuldabréfa sér stað eftir að Seðlabankinn hóf að lækka vexti í lok ágúst. Viðskipti með skuldabréf voru hins vegar daufleg. Mæld á föstu verðlagi hafa þau ekki verið jafnlítil í 15 ár. Einn þeirra þátta sem hefur haft umtalsverð áhrif á viðskipti er bindiskylda á fjármagnsinnstreymi inn á skuldabréfamarkað. Hefur hún ekki einungis stöðvað vaxtamunarviðskipti heldur því sem næst alla fjárfestingu erlendra aðila í skuldabréfum. Er það miður og getur vart hafa verið ætlunin enda væri frekari þátttaka erlendra fjárfesta á skuldabréfamarkaði bæði ríkissjóði og fyrirtækjum í leit að fjármögnun til góðs og markaðnum almennt til framdráttar.“ Hlutabréf: Heildarviðskipti með hlutabréf á árinu námu 559 milljörðum eða 2.227 milljónum á dag. Þessu til samanburðar var veltan með hlutabréf árið 2015 392 milljarðar, eða 1.582 milljónir á dag. Þetta er 41% veltuaukning frá fyrra ári. Mest voru viðskipti með bréf Icelandair Group (ICEAIR) 140,1 milljarður, Marel (MARL) 70,4 milljarðar, Haga (HAGA) 52,6 milljarðar, Reita fasteignafélags 40,8 milljarðar og N1 40,6 milljarðar. Á Aðalmarkaði hækkaði verð bréfa N1 mest eða um 84% á árinu og næst verð bréfa Eimskipafélags Íslands um 37%. Á Nasdaq First North markaðnum hækkaði verð bréfa Hampiðjunnar mest eða 24%. Úrvalsvísitalan (OMXI8) lækkaði um 9,0% á árinu og stendur nú í 1.711 stigum. Heildarvísitala hlutabréfa lækkaði um 6,7%. Markaðsvirði skráðra hlutabréfa var í árslok 993 milljarðar sem er 5% lægra en í lok síðasta árs. Í lok árs voru 21 félag skráð, þar af 3 á Nasdaq First North. Á árinu 2016 voru hlutabréf tveggja félaga tekin til viðskipta; Iceland Seafood International hf. á First North, og bréf Skeljungs hf. á Aðalmarkað. Verðbreytingar hlutabréfa á árinu 2016: Hækkanir Lækkanir % breyting % breyting N1 hf. 84,0% ↑ Skeljungur hf. -1,9% ↓ Eimskipafélag Íslands hf. 36,9% ↑ Marel hf. -4,1% ↓ Eik fasteignafélag hf. 34,6% ↑ Iceland Seafood International hf. -8,8% ↓ Reginn hf. 33,7% ↑ Síminn hf. -13,5% ↓ Hampiðjan hf. 23,6% ↑ Sláturfélag Suðurlands svf. -16,2% ↓ Hagar hf. 20,5% ↑ BankNordik P/F -16,7% ↓ Tryggingamiðstöðin hf. 19,1% ↑ Össur hf. -17,9% ↓ Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 18,4% ↑ Icelandair Group hf. -34,7% ↓ Reitir fasteignafélag hf. 11,4% ↑ HB Grandi hf. -36,7% ↓ Nýherji hf. 10,3% ↑ Fjarskipti hf. 6,5% ↑ Vátryggingafélag Íslands hf. 0,1% ↑ Skuldabréf: Heildarviðskipti með skuldabréf námu 1.476 milljörðum á árinu sem samsvarar 5,9 milljarða veltu á dag, samanborið við 8,0 milljarða veltu á dag árið 2015. Alls námu viðskipti með ríkisbréf 1.236 milljörðum, viðskipti með bankabréf 109 milljörðum og viðskipti með íbúðarbréf 82 milljörðum. Þetta er 27% minni velta en í fyrra. Á árinu hækkuðu allar skuldabréfavísitölur Kauphallarinnar. Aðalvísitala skuldabréfa (NOMXIBB) hækkaði um 6,5% og stendur í 1.249 stigum. Óverðtryggða skuldabréfavísitala Kauphallarinnar (NOMXINOM) hækkaði um 10,2% og sú verðtryggða (NOMXIREAL) hækkaði um 4,5%. Fyrir frekari upplýsingar um tölfræði og tölfræðiáskrift sjá http://www.nasdaqomx.com/transactions/markets/nordic/statistics # Um Nasdaq Nasdaq (Nasdaq:NDAQ) er leiðandi í þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta, kauphallartækni, eftirlits, skráninga, upplýsingaþjónustu og þjónustu við skráð fyrirtæki í sex heimsálfum. Nasdaq gerir viðskiptavinum sínum kleift að skipuleggja, hagræða og framkvæma framtíðarsýn sína í viðskiptum af öryggi, með margreyndri tækni sem veitir gagnsæi og innsýn í nútíma alþjóðlega fjármálamarkaði. Nasdaq er frumkvöðull í rafrænum kauphallarviðskiptum, en tækni þess er notuð á yfir 70 mörkuðum í 70 löndum og knýr um það bil ein af hverjum 10 viðskiptum í heiminum. Nasdaq er heimili meira en 3,700 skráðra fyrirtækja að markaðsvirði yfir 10 billjón Bandaríkjadala. Fyrir meiri upplýsingar, heimsæktu http://business.nasdaq.com/ Fyrirvari vegna staðhæfinga um framtíðarhorfur Þau mál sem hér er skýrt frá taka til staðhæfinga um framtíðarhorfur sem gerðar eru samkvæmt svonefndum Safe Harbor ákvæðum í bandarískum verðbréfalögum frá 1995 (Private Securities Litigation Reform Act of 1995). Þessar staðhæfingar taka meðal annars til en takmarkast þó ekki við staðhæfingar um afurðir og þjónustu Nasdaq. Við minnum á að þessar staðhæfingar eru ekki trygging fyrir framtíðarafkomu. Raunveruleg niðurstaða kann að vera allt önnur en sú sem fram kemur berum orðum eða með öðrum hætti í staðhæfingum um framtíðarhorfur. Í staðhæfingum um framtíðarhorfur eru ýmsir áhættu- og óvissuþættir eða aðrir þættir sem Nasdaq hefur ekki stjórn á. Þessir þættir byggjast á en takmarkast þó ekki við þætti sem gerð er grein fyrir í ársskýrslu Nasdaq á svonefndu Form 10-K og árshlutaskýrslum sem sendar eru til bandaríska verðbréfaeftirlitsins. Við tökumst ekki á hendur neinar skuldbindingar um að endurskoða að neinu leyti staðhæfingar um framtíðarhorfur. Nasdaq Copenhagen, Nasdaq Helsinki, Nasdaq Iceland, Nasdaq Riga, Nasdaq Stockholm, Nasdaq Tallin, Nasdaq Vilnius, Nasdaq Clearing og Nasdaq Broker Services eru vörumerkin fyrir Nasdaq OMX Copenhagen A/S, Nasdaq OMX Helsinki Ltd., Nasdaq OMX Iceland hf., Nasdaq OMX Riga, AS, Nasdaq OMX Stockholm AB, Nasdaq OMX Tallinn AS, Nasdaq OMX Vilnius, Nasdaq OMX Clearing AB, Nasdaq OMX Broker Services AB. Nasdaq Nordic lýsir sameiginlegri þjónustu Nasdaq Copenhagen, Nasdaq Helsinki, Nasdaq Iceland og Nasdaq Stockholm. Nasdaq Baltic lýsir sameiginlegri þjónustu Nasdaq Tallinn, Nasdaq Riga og Nasdaq Vilnius. FJÖLMIÐLASAMSKIPTI Kristín Jóhannsdóttir 868 9836 [email protected] .
Details
-
File Typepdf
-
Upload Time-
-
Content LanguagesEnglish
-
Upload UserAnonymous/Not logged-in
-
File Pages3 Page
-
File Size-