127. löggjafarþing 2001–2002. Þskj. 432 — 255. mál. Svar umhverfisráðherra við fyrirspurn Drífu Hjartardóttur um stuðning við framkvæmdir sveitar- félaga í fráveitumálum. 1. Hversu mörg sveitarfélög hafa lokið gerð heildaráætlana um úrbætur í fráveitumálum? Með umsókn sveitarfélaga um fjárstuðning vegna fráveituframkvæmda skal fylgja heildar- áætlun um fráveituframkvæmdir í sveitarfélaginu. Skilyrði fyrir fjárstuðningi er að fram- kvæmdin sé áfangi í heildarlausn á fráveitumálum. Öll sveitarfélög sem hafa fengið úthlutað styrkjum til fráveituframkvæmda hafa lokið gerð heildaráætlana fyrir þann hluta sveitar- félagsins sem hlutaðeigandi framkvæmdir ná yfir. Heimilt er að skipta heildaráætlun upp í einstaka hluta, svo sem fyrir einstaka þéttbýliskjarna og dreifbýlið, þar sem svo háttar til. Um 40 sveitarfélög í landinu hafi lokið gerð heildaráætlunar, sjá nánar svar við 3. spurningu. 2. Hvernig er stuðningi ríkisins háttað í þessum málum? Fjárhagslegur stuðningur ríkisins vegna fráveituframkvæmda sveitarfélaga getur sam- kvæmt 4. gr. laga nr. 53/1995, um stuðning við framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum, numið allt að 200 millj. kr. á ári, þó aldrei hærri upphæð en sem nemur 20% af staðfestum heildarraunkostnaði styrkhæfra framkvæmda næstliðins árs. Heimilt er að ráðstafa allt að fjórðungi styrkupphæðar á hverju ári í þeim tilgangi að jafna svo sem kostur er kostnað ein- stakra sveitarfélaga við fráveituframkvæmdir þegar miðað er við heildarkostnað á íbúa. Kostnaður sveitarfélaga vegna úrbóta er mjög breytilegur. Þegar jöfnunarákvæðum lag- anna var beitt í fyrsta sinn árið 1996 var við það miðað að meðaltalskostnaður sveitarfélaga vegna úrbóta í fráveitumálum í þéttbýli væri um 55.000 kr. á íbúa og byggðist það á reynslu- tölum. Kostnaður vegna sambærilegra framkvæmda í dreifbýli, þ.e. þar sem ekki er um sam- eiginleg fráveitukerfi að ræða, reyndist vera um 28.000 kr. á íbúa. Enda þótt hlutfallslegur kostnaður sveitarfélaga vegna fráveituframkvæmda í dreifbýli sé verulega lægri á íbúa en í þéttbýli þá hafa styrkhæfar framkvæmdir í dreifbýli hingað til alltaf notið 20% styrks enda aðstaða sveitahreppa að ýmsu leyti erfiðari, svo sem vegna áætlanagerða. Við beitingu jöfn- unarákvæðis hafa þéttbýlissveitarfélög fengið greiddan 15% styrk hið minnsta og upp í 30% hámark þar sem hlutfallslegur kostnaður á íbúa vegna sameiginlegs fráveitukerfis er hæstur. 3. Hversu mörg sveitarfélög og hver þeirra hafa fengið styrk til þessara framkvæmda? Sveitarfélögin á Íslandi eru nú 122 að tölu. Alls hafa 46 sveitarfélög (nú 40 vegna samein- ingar) fengið styrk úr ríkissjóði á grundvelli laga nr. 53/1995, um stuðning við framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum. Þau eru: Reykjavík, Kópavogur, Seltjarnarnes, Garðabær, Hafnarfjörður, Bessastaðahreppur, Reykjanesbær, Sandgerði, Borgarbyggð, Kolbeinsstaða- hreppur, Helgafellssveit, Eyja- og Miklaholtshreppur, Árneshreppur, Kirkjubólshreppur, Broddaneshreppur, Sveitarfélagið Skagafjörður, Húnaþing vestra, Sveinsstaðahreppur, Blönduós, Akureyri, Hörgárbyggð, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur, Bárð- dælahreppur, Fjarðabyggð, Skeggjastaðahreppur, Fljótsdalshreppur, Fellahreppur, Norður- 2 Hérað, Austur-Hérað, Vestmannaeyjar,Árborg,Vestur-Landeyjahreppur, Rangárvallahrepp- ur, Ásahreppur, Hraungerðishreppur, Biskupstungnahreppur, Hveragerði, Ölfus og loks Grímsnes- og Grafningshreppur. Þessi sveitarfélög eru mislangt komin með úrbætur í frá- veitumálum. Í þessum sveitarfélögum búa um 70% landsmanna. 4. Kemur til greina að Ísland fái undanþágu frá ströngum reglum Evrópusambandsins í þessum málum vegna sérstakra aðstæðna, m.a. sökum fámennis? Reglur Evrópusambandsins um hreinsun skolps frá þéttbýli voru settar til að vernda Norðursjóinn og vatn í bandalaginu. Talið er að til þess að hindra skaða af völdum skolps sem ekki hefur verið hreinsað fullnægjandi þurfi að koma á tveggja þrepa hreinsun. Frekari hreinsunar, þ.e. þriggja þrepa hreinsunar, sé þörf á viðkvæmum stöðum en á síður viðkvæm- um stöðum sé eins þrepa hreinsun fullnægjandi. Reglur Evrópusambandsins hvað framan- greinda hreinsun varðar frá þéttbýli ná til sveitarfélaga sem losa 10.000 persónueiningar eða meira í strandsjó og 2000 persónueiningar og meira þegar losað er í ferskvatn og árósa. Þannig taka reglur Evrópusambandsins tillit til aðstæðna í umhverfinu og til fámennra sveitarfélaga og eru ekki strangar í þeim skilningi. Hér á landi nægir eins þrepa hreinsun í langflestum tilvikum, enda landið strjálbýlt og íbúar fáir. Í nokkrum tilvikum þarf þó tveggja þrepa hreinsun, þ.e. þegar losað er í ferskvatn því þá er líffræðileg hreinsun oft áskilin. Þriggja þrepa hreinsunar yrði ekki krafist hér á landi. Eins þrepa hreinsun miðar fyrst og fremst að því að fjarlægja botnfellanlegan og fljótandi úrgang úr skolpi. Þrátt fyrir að næringarefnaauðgun sé ekki talið vandamál hér við land er ekki forsenda til þess að setja slakari kröfur en fyrsta stigs hreinsun skolps sem veitt er til sjávar, sem hljóta að teljast algerar lágmarkskröfur til hreinsunar við bestu skilyrði. Til viðbótar reglum Evrópusambandsins eru í reglugerð nr. 798/1999, um fráveitur og skolp, ákvæði um umhverfismörk fyrir saurmengun yfirborðsvatns og er það séríslenskt ákvæði. Líftími saurgerla er lengri eftir því sem kaldara er og minni sólargeislun og því má ætla að vegna aðstæðna á Íslandi sé líftími saurgerla meiri en sunnar í álfunni. Þetta hefur leitt til aukins kostnaðar vegna útrása í sjó. 5. Kemur til greina að styrkja sveitarfélög lengur en til ársins 2005? Framangreind lög ná yfir framkvæmdir unnar á tímabilinu 1. maí 1995 til 31. desember 2005. Gildistími laganna er liðlega hálfnaður. Fráveituframkvæmdir sveitarfélaganna hafa farið hægar af stað en gert var ráð fyrir við setningu laganna og staðfestur heildarraun- kostnaður hefur aldrei náð 200 millj. kr. á ári. Kostnaður við framkvæmdir í ár sem fellur á sjóðinn og kemur til greiðslu á næsta ári er hins vegar áætlaður rúmar 300 millj. króna. Mikið hefur áunnist í fráveitumálum hér á landinu frá því að lögin voru sett en mikið verk er þó óunnið. Fráveitunefnd sem starfar samkvæmt lögunum hefur farið yfir stöðu mála og telur æskilegt að hún verði könnuð nánar í einstökum sveitarfélögum, m.a. með tilliti til þess hver staðan verði í árslok 2005 og hvaða viðbrögð séu nauðsynleg á gildistíma laganna og eftir árið 2005. Framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbæ og Akureyri verða langt komnar og að einhverju leyti lokið í árslok 2005. Milli 80 og 90 sveitarfélög hafi ekki kynnt áform um úrbætur í fráveitumálum en þar býr um 30% landsmanna. Ráðuneytið mun fara yfir stöðuna þegar fráveitunefnd hefur metið hana og meta hvort þörf sé á frekari aðkomu ríkis- valdsins..
Details
-
File Typepdf
-
Upload Time-
-
Content LanguagesEnglish
-
Upload UserAnonymous/Not logged-in
-
File Pages2 Page
-
File Size-